Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. september 2023 14:31 Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar