Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:05 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að ræða um stafrænt kynferðisofbeldi við fólk. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira