Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. september 2023 20:53 Armenar mótmæla aðgerðum Asebaídsjan í Nagorno-Karabakh héraði. EPA Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Sprengjugnýr hefur ómað í Nagorno-Karabakh héraði í alla nótt og morgun. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun að íslenskum tíma og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og asersrka yfirvalda að eiga sér stað á morgun. „Aðilar komust að samkomulagi um að fresta aðgerðum gegn hryðjuverkum. Sveitir hér í Armeníu sem eru staðsettar á Karabakh-svæði Lýðveldisins Aserbaídsjan, það er hinar ólöglegu vopnasveitir leggja niður vopn sín, yfirgefa bardagasvæði sín og herstöðvar og afvopnast,“ sagði Anar Eivazov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Aserbaídsjan í tilkynningu í dag. Armenar og Aserar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikill átaka árið 2020. Aserar unnu þær erjur á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar frá árinu 1994 þegar sex ára stríði um það lauk. „Þjóðarmorð fer fram“ Frá átökunum árið 2020 hafa Rússar sinnt friðargæslu á svæðinu og hafa komið að friðarviðræðum. Þá hafa friðarsveitirnar flutt konur, börn, aldraða og fatlaða af helstu átakasvæðum og komið fyrir í flóttamannabúðum. Á sama tíma hafa þúsundir safnast saman fyrir utan flugvöll héraðsins í von um að flýja til Armeníu. Fram kom í tilkynningu sem asersk yfirvöld sendu íbúum í gær að konum, börnum, öldruðum, fötluðum og slösuðum yrði veitt nauðsynleg læknisþjónusta og útvegað vatn og matur. Margir hafa lýst yfir áhyggjum vegna yfirlýsingarinnar og bent á að hvergi sé minnst á karlmenn. Bendi það til að asersk yfirvöld hyggist fara í þjóðernishreinsun með því að beina spjótum að armenskum karlmönnum í Nagorno Karabakh. „Þjóðarmorð fer fram í Nagormo-Karabakh. Það er ekki stríð þegar sveltandi og vopnlaus þjóð í herkví getur ekki einu sinni barist. Því miður stendur meirihluti þjóðar okkar aðgerðalaus og skilur ekki hvað er á seyði,“ sagði Mikayel Voskanyan, íbúi í Jerevan, höfuðborg Armeníu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira