Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael.
Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi Maccabi Tel Aviv í samtali við fréttastofu en reikna má með fínni stemningu á leikvanginum í kvöld.
Bloomfield leikvangurinn tekur tæplega 30 þúsund manns í sæti og því þykir nokkuð ljóst að ekki verður uppselt á leik kvöldsins.
Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni.