Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2023 11:59 Þverfaglega teymið með bros á vör. Stjórnarráðið Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira