Sjötíu milljónir til að vinna með kvíða hjá börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2023 11:59 Þverfaglega teymið með bros á vör. Stjórnarráðið Nýtt meðferðarúrræði á netinu gæti tryggt mun fleiri börnum og forráðamönnum þeirra um allt land árangursríka geðheilbrigðisþjónustu. Háskólinn í Reykjavík og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vinna saman að verkefninu sem heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt með 70 milljóna króna framlagi. Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar. Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Verkefnið byggist á hugrænni atferlismeðferð (HAM) þar sem foreldrum barna með kvíðaröskun eru kenndar aðferðir til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Meðferðin er lágþröskuldaþjónusta sem krefst ekki sjúkdómsgreiningar til þess að tryggja tímanlega þjónustu, svokallaða snemmtæka íhlutun. Stafræn lausn til að bæta aðgengi að þjónustu Foreldramiðuð hugræn atferlismeðferð (FHAM) er gagnreynt úrræði fyrir börn á aldrinum 5-12 ára sem glíma við kvíða og hefur verið veitt hér á landi um nokkurt skeið með góðum árangri, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. „Nýmæli þessa verkefnis felst í því að nýta stafrænar lausnir við meðferðina og meta árangur þess fyrirkomulags. Markmiðið er að gera þessa þjónustu aðgengilega öllum, óháð búsetu og að fólk geti nálgast hana hvenær sem því hentar best. Verkefnið byggist á niðurstöðum nýlegra rannsókna á meðferð við kvíðaröskunum barna og þróun stafrænna heilbrigðislausna,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur, innleiðing og árangursmat Háskólinn í Reykjavík mun leiða verkefnið í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn í Oxford tekur einnig þátt í verkefninu ásamt hugbúnaðarfyrirtækinu Bitjam sem sérhæfir sig í þróun stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu. Liður í undirbúningi hefur falist í því að tryggja öryggi gagna, persónuvernd og tengsl við sjúkraskrárkerfi. „Nú er komið að innleiðingu sem hefst hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og í framhaldi af því hjá heilsugæslunni um allt land. Á tímabili verkefnisins mun Háskólinn í Reykjavík rannsaka árangurinn af meðferðinni, skoða hvaða hópum meðferðin gagnast helst og meta ánægju notenda.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir FHAM metnaðarfullt nýsköpunarverkefni sem falli vel að stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til 2030. „Þar er m.a. lögð áhersla á að efla fræðslu, heilsueflingu, þverfaglega teymisvinnu og að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu sem þetta verkefni uppfyllir. Við höfum lagt mikla áherslu á að auka aðgengi fólks að árangursríkum lausnum og hér gefst tækifæri til að efla geðheilbrigði barna um land allt ef verkefnið reynist vel,“ segir Willum Þór. Sigurrós Jóhannsdóttir, leiðtogi sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar úrræðinu og þverfaglega samstarfinu. „Það samrýmist sýn heilsugæslunnar að auka aðgengi að gagnreyndum úrræðum vegna kvíðavanda barna. Þetta verkefni ætti að gagnast mörgum börnum á Íslandi og styrkja foreldra í þeirra mikilvæga hlutverki“, segir Sigurrós. Brynjar Halldósson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, segir samstarfið fela í sér skemmtilegar áskoranir. „Með nýjungar í hönnun og þróun stafrænna heilbrigðislausna og þekkingu okkar á meðferðarúrræðum að vopni getum við með þessu verkefni aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem glíma við kvíða. Það er von okkar að verkefni þetta leiði til bættrar líðan hjá börnum og valdefli foreldra til að takast á við kvíðavanda barna sinna á landinu öllu,“ segir Brynjar.
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsugæsla Börn og uppeldi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira