Fótbolti

Forseti félagsins skotinn til bana eftir tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morðið á Edgar Paez er ekki fyrsta morðið sem má tengja við fótboltann í Kólumbíu. Myndin tengist fréttinni þó ekki beint.
Morðið á Edgar Paez er ekki fyrsta morðið sem má tengja við fótboltann í Kólumbíu. Myndin tengist fréttinni þó ekki beint. Getty/Matthias Hangst

Edgar Paez, forseti kólumbíska fótboltafélagsins Tigres FC, var skotinn til bana um helgina.

Morðið var framið eftir að liðið tapaði 3-2 á heimavelli á móti Atletico FC en liðið spilar í kólumbísku b-deildinni.

Hinn 63 ára gamli Paez var á heimleið frá vellinum í bíl sínum ásamt dóttur sinni.

Tveir menn á mótorhjóli komu upp að bílnum og skutu hann til bana rétt fyrir utan leikvanginn. Dóttur hans sakaði ekki.

Yfirvöld rannsaka nú málið.

Tigres liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum og tvo af síðustu átján en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar af sextán liðum.

Félagið sendi frá sér yfirlýsingu og sagði að Tigers fjölskyldan og íþróttahreyfingin í landinu væru niðurbrotin eftir að hafa fengið þessar skelfilegu fréttir.

Það verður mínuþögn fyrir Paez fyrir alla leiki í næstu tveimur umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×