Nokkur orð um Sinfó Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 26. september 2023 11:34 Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Víkingur Heiðar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í októberhefti BBC Music Magazine er fjallað um eftirtektarverða tónleika sem framundan eru víðs vegar um heiminn. Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) fær sérstaka umfjöllun fyrir glæsilega vetrardagskrá „þrátt fyrir að starfa í fámennu samfélagi“ eins og það er orðað. Á tónleikaflakki mínu um heiminn hugsa ég oft heim til vina minna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ég man t.d. ekki eftir að hafa spilað með eða heyrt um hljómsveit þar sem konur skipa stöður aðalhljómsveitarstjóra, staðartónskálds, staðarlistamanns, eru í meirihluta einleikara og hljómsveitarmeðlima. Þetta á þó við um SÍ tónleikaveturinn 2023-24. Mér finnst að við sem þessa eyju byggjum getum verið svolítið stolt af þessari staðreynd, tónleikadagskránni og nýlega útgefnum hljóðritunum með íslenskri tónlist sem vakið hafa verðskuldaða athygli og lof langt út fyrir landsteinana. Ég hef velt fyrir mér stöðu SÍ í kjölfar nokkuð einhliða fréttaflutnings um skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út á dögunum. Skýrslan tekur til heimsfaraldursáranna 2020-2022 og kemst m.a. nokkuð fyrirsjáanlega að þeirri niðurstöðu að sértekjur hafi fallið og áskrifendum fækkað. Þar kemur einnig fram að opinber framlög til hljómsveitarinnar hafi lækkað að raunvirði og er sérstaklega tekið fram að hljómsveitin hafi fengið lægri sérframlög en sambærilegar stofnanir á borð við Þjóðleikhúsið til að takast á við krefjandi rekstrarumhverfi þessa óvenjulega tíma. Ef skýrslan hefði fjallað um tímabil í eðlilegra árferði, t.d. haustið í ár, er ljóst að niðurstöður væru að einhverju leyti aðrar. Það er stemning fyrir tónleikum SÍ og tónleikasókn er orðin svipuð og hún var fyrir heimsfaraldurinn þó kauphegðun fólks (um allan heim) hafi að einhverju leyti færst úr áskriftum að heilum tónleikaröðum yfir í lausa miða á hverja tónleika fyrir sig. Það kemur hins vegar ekki á óvart að rekstur sé í járnum ef framlög halda ekki í við vísitölu án þess að það sé tekið inn í áætlanir, sem í tilfelli stofnunar eins og sinfóníuhljómsveitar eru gerðar 2-3 ár fram í tímann. Í SÍ eru í dag 87 stöðugildi hljóðfæraleikara. Til samanburðar er sinfóníuhljómsveitin í Gautaborg með 109 stöðugildi, sinfóníuhljómsveitin í Bergen 98 og fílharmóníusveit Helsinki 102 svo nokkur dæmi séu tekin af handahófi frá nágrannaþjóðum. Skrifstofa og framkvæmdateymi SÍ telur 13 stöðugildi sem telst verulega lágt í alþjóðlegu samhengi miðað við umfang og eðli tónleikahalds og fræðslustarfs, sem felur í sér tæplega 100 viðburði á ári. Með öðrum orðum: Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands starfar fólk undir óvenjulegu vinnuálagi við að færa Íslendingum afar metnaðarfulla dagskrá sem stenst vel alþjóðlegan samanburð. Þetta vinnuálag hefur vafalaust áhrif á þær áskoranir í vinnustaðamenningu sem skýrsla Ríkisendurskoðunar kemur inn á. Við þetta bætist að laun hljóðfæraleikara hafa dregist mjög aftur úr sambærilegum störfum og eru á þessum tímapunkti umtalsvert lægri en grunnlaun hljóðfærakennara svo dæmi sé tekið, stéttar sem síst telst oflaunuð. Á hátíðarstundum tölum við þó gjarnan um SÍ sem landslið hljóðfæraleikara. Ég styð hljóðfæraleikara SÍ í kjarabaráttu sinni. Það er von mín að verkfalli verið afstýrt og að stjórnvöldum beri gæfa til að semja um sanngjörn kjör við okkar frábæru hljóðfæraleikara, ráða í þær stöður sem lausar eru og hlúa enn betur að hljómsveitinni okkar. Það tekur áratugi að byggja upp menningarstofnun eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands en því miður skamman tíma að hola hana að innan. Höfundur er píanóleikari.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun