Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Fram kemur að lægðirnar fjarlægjast hinsvegar báðar landið í dag og muni draga úr vindi og úrkomu.
„Eftir hádegi er útlit fyrir að vindur á norðvestanverðu landinu hafi minnkað niður í 10-15 m/s og minni vindur annars staðar. Enn má búast við skúrum eða dálítilli rigningu í flestum landshlutum. Hiti í dag 5 til 13 stig, hlýjast suðvestantil á landinu.
Á morgun er bara ein lægð sem hefur áhrif hjá okkur og spár gera ráð fyrir að miðja hennar verði nærri Færeyjum. Þá má búast við norðaustanátt hjá okkur, á bilinu 5-13 m/s. Dálítil væta norðan- og austanlands, en á Suður- og Vesturlandi ætti að rofa til þegar kemur fram á daginn og eitthvað að sjást til sólar. Hiti á morgun svipaður og í dag,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðaustan 5-13 m/s og dálítil væta, en rofar til á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á suðvestanverðu landinu.
Á föstudag: Norðan 3-10 m/s. Lítilsháttar skúrir eða él á Norður- og Austurlandi framan af degi, en bjartviðri sunnan heiða. Hiti frá 1 stigi í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig syðst.
Á laugardag og sunnudag: Ákveðin austan- og suðaustanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.
Á mánudag: Austanátt og dálítil rigning á austanverðu landinu, en bjartviðri vestantil. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt á landinu. Hiti 3 til 8 stig.