Segir ræstingakonum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. september 2023 07:01 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hyggst boða konurnar sem missa vinnuna nú til fundar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórnendur Grundarheimila til þess að hætta við ákvörðun sína um að segja upp 33 starfsmönnum í ræstingum og í þvottahúsi. Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“ Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá stefnir allt í að 33 starfsmenn verði sagt upp, þar með talið öllu starfsfólki á Þvottahúsi Grundarheimilanna, sem eru átta talsins, þá verður nítján sagt upp í ræstingadeild í Ási, hjúkrunar-og dvalarheimili í Hveragerði og svo breytingar á sex störfum til viðbótar, ýmist með uppsögnum eða þau lögð niður. Sólveig Anna sendi félagsmönnum sínum hjá Ási og þvottahúsinu tölvupóst í dag þar sem hún tilkynnti þeim um uppsagnirnar. Þeir höfðu ekki verið látnir vita fyrirfram og lýsti starfsmaður því við Vísi að tölvupósturinn hefði valdið mikilli óreiðu. „Við vorum látin vita af þessu vegna þess að þarna var um að ræða hópuppsögn. Hollusta mín er náttúrulega við félagsfólk Eflingar, þegar ég fæ upplýsingar sem þessar lít ég á það sem skyldu mína að miðla þeim áfram til míns félagsfólks,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Hún segir að hún hafi fyrir hönd Eflingar komið mótmælum á framfæri við Gísla Pál Pálsson, stjórnarformann Grundar. Efling hvetji stjórn Grundar til að draga ákvörðun sína til baka. „Ég benti honum í samtalinu jafnframt á að kynna sér niðurstöður Vörðu um stöðu og lífsskilyrði fólks sem starfar við ræstingar sem birtust einmitt í dag. Þessar niðurstöður sýna fram á að staða þeirra sem starfa við ræstingar er sú versta á öllum íslenskum vinnumarkaði. Þetta eru að langstærstum meirihluta konur, mikið til innflytjendur,“ segir Sólveig Anna. Konum fórnað á altari gróðans Verið sé að segja upp ræstingarkonum og konum í þvottahúsinu upp til þess að spara peninga. Sólveig Anna býst við því að lítill sparnaður fáist með aðgerðunum. „Þar sem þeir ráða þá ræstingarkonur í staðinn af almennum markaði þar sem launin eru lægri og réttindi miklu lakari, til þess að þeir karlar sem reki þau fyrirtæki hafi þá tækifæri til þess að græða enn meira,“ segir Sólveig Anna. „Það er ömurlegt að verða vitni að þessu og ömurlegt að hið opinbera og fyrirtæki í velferðarþjónustu skuli leiða þessa útvistunarþróun sem hefur verið í gangi.“ Sólveig Anna hyggst vera viðstödd starfsmannafund sem haldinn verður í dag. Þá hyggst hún boða félagsfólk sitt sem missir vinnu nú til fundar á þriðjudag. „Ég ætla að gera það sem í mínu og félagsins valdi stendur til að fá stjórn Grundarhiemilanna til að draga þessa ömurlegu ákvörðun til baka.“
Vinnumarkaður Hveragerði Hjúkrunarheimili Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira