Börnin virðist ekki vita hvað „grænmetisæta“ þýðir Bjarki Sigurðsson skrifar 28. september 2023 20:35 Gréta Jakobsdóttir er lektor í menntavísindum við Háskóla Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Tuttugu prósent nemenda í sjötta bekk grunnskóla segjast vera grænmetisætur. Einungis lítill hluti þeirra borðar í raun og veru ekkert kjöt og virðast ungmenni almennt ekki þekkja skilgreiningar þess að vera grænmetisæta. Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta. Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Niðurstöður könnunar um matarumhverfi grunnskólabarna verður kynnt á Menntakviku Háskóla Íslands á morgun. Tóku tæplega tvö þúsund börn þátt í könnuninni sem beint var til nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöðurnar sýna að um tuttugu prósent barna í sjötta bekk segjast vera grænmetisætur. Fer þeim fjölda fækkandi er börnin eldast og segjast þrettán prósent nemenda í áttunda bekk vera grænmetisætur. Fer talan svo niður í tíu prósent í tíunda bekk. Í könnuninni voru nemendur einnig spurðir hversu oft þeir borðuðu kjöt í viku. Þó nokkur fjöldi þeirra sem segjast vera grænmetisætur borðar kjöt nokkrum sinnum í viku. Því virðist vera að börn í grunnskóla séu með mismunandi skilgreiningu á því hvað sé að vera grænmetisæta. Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem sá um rannsóknina segir það til að mynda ekki standast skoðun að fimmtungur sjöttu bekkinga séu grænmetisætur. „Þá getum maður spurt, eru börn í 6. bekk, vita þau hvað þetta orð þýðir. Það sem maður getur kannski túlkað að ég borða grænmeti, en ég borða rosalega margt annað líka. Grænmetisæta getur þýtt rosalega mismunandi fyrir fólk. Er það að ég borða ekki kjöt, ég borða ekki fisk. Kannski er það pínu loðið fyrir suma hvað það þýðir,“ segir Gréta. Flestir telja að sá sem aldrei borðar kjöt eða fisk sé grænmætisæta. Gæti verið að þeir sem fá sér kjöt örfáum sinnum vilji flokka sig sem grænmetisætur. „Þess vegna verður maður að fara hóflega í að túlka niðurstöðurnar rosalega hart. Velta því frekar fyrir sér hvernig börnin túlka spurningar í spurningalistum og hvernig þau túlka orðin,“ segir Gréta. Þannig þetta þýðir ekkert endilega að fimmtungur barna í sjötta bekk séu grænmetisætur? „Nei, kannski frekar bara að þau borði grænmeti,“ segir Gréta.
Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Háskólar Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira