Brot í nánu sambandi: Njósnaði um farsímanotkun með forriti og beitti ofbeldi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. september 2023 19:17 Dæmt var í málinu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot í nánu sambandi á miðvikudag. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að beita barnsmóður sinni líkamlegu ofbeldi, koma fyrir njósnaforriti í farsíma hennar og brjóta gegn nálgunarbanni. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi á um hálfs árs tímabili endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi maka síns og barnsmóður með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, húsbroti, broti gegn friðhelgi og gegn nálgunarbanni. Njósnaði um farsímanotkun í þrjá mánuði Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í tvígang gripið um sambýliskonu sína, hrist hana til og öskrað á hana í maí 2022. Í fyrra skiptið hafði hann skömmu áður verið stöðvaður af lögreglu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið hafi hann ruðst inn á heimilið og veist að henni í viðurvist barna þeirra. Að auki segir að í sama mánuði hafi maðurinn hótað að brjótast inn í íbúð konunnar í Instagram skilaboðum. Þá hafi hann einnig komið forritinu KidsGuard fyrir í farsíma hennar, sem gerði honum kleift að fylgjast með allri farsímanotkun hennar, þar á meðal einkasamtölum á samfélagsmiðlum. Maðurinn hafði slíkan aðgang á nær þriggja mánaða tímabili. Á tímabilinu tók hann 5036 skjáskot af síma hennar. Þá segir að maðurinn hafi í ágúst 2022 brotið gegn nálgunarbanni þegar hann kom að heimili hennar og hleypti börnum þeirra inn um svaladyr íbúðarinnar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafði þá ákveðið að maðurinn mætti ekki koma á svæði í innan fimmtíu metra radíuss frá íbúðarhúsi hennar. Hótaði að drepa sambýlismann barnsmóðurinnar Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar í tvö skipti í ágúst 2022. Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi haft samband við lögreglu þann og barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar þann 10. ágúst 2022 og sakað sambýlismann barnsmóður sinnar um barnaníð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafi hann sagt orðrétt, „Ef ég sé hann þá drep ég hann. Bara svo það sé alveg á hreinu, ef hann deyr.“ Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann síðan hringt á Neyðarlínuna og óskað eftir að lögregla færi að heimili barnsmóður sinnar og vísað manninum út. Annars myndi hann sjálfur drepa hann. Játaði að hluta til Maðurinn játaði að hafa veist að konunni í fyrra skiptið og að hafa komið njósnaforritinu fyrir í farsíma hennar. Vitni bar um að börn þeirra höfðu verið úti í garði meðan á seinna skiptinu stóð og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæruliðsins. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa hótað að brjótast inn í íbúð barnsmóðurinnar en fyrir lágu Instagram skilaboð frá 27. maí 2022 þar sem hann segir að vilji hún ekki skemmdan cylinder skuli hún skilja lyklana að íbúð hennar eftir. Þannig gerðist hann sekur um hótunina. Þá játaði maðurinn að hafa hótað að drepa sambýlismann barnsmóður sinnar, en sagðist ekki hafa raunverulega ætlað sér að drepa hann. Í lögregluskýrslu tveimur dögum eftir hótanirnar kvaðst hann ekki ætla að fylgja þeim eftir og þær höfðu einungis verið settar fram í þeim tilgangi að gera barnaverndaryfirvöldum og lögreglu grein fyrir málinu. Maðurinn var því sýknaður af þeim ákærukafla. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar. Þó skyldi fullnustu refsingu frestað og hún falla niður á liðnum tveimur árum frá birtingu dómsins, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni sexhundruð þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira