Jafna mætti rannsókn MAST við „alvarlegt einelti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. september 2023 13:35 Þessar kýr á Suðurlandi tengjast fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest stjórnvaldssekt sem Matvælastofnun (MAST) lagði á nautgripabónda vegna brota á lögum um velferð dýra. Bóndinn taldi að rannsókn MAST hefði einkennst af einstrengingslegri háttsemi starfsmanna sem „jafna mætti við alvarlegt einelti“. Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Í úrskurði matvælaráðuneytis eru málsatvik rakin. Segir þar að í ágúst 2021 hafi MAST gert bóndanum viðvart að dagsektir yrðu lagðar á hann ef ekki yrðu gerðar úrbætur á útivist nautgripa á býli hans. Stofnuninni barst ábending um að kýrnar væru aldrei úti. Við eftirlit kom í ljós að kýrnar fengu ekki tilætlaðan útivistartíma samkvæmt lágmarkskröfum laga. Bóndanum var tilkynnt í febrúar 2022 að til stæði að leggja á hann stjórnvaldssekt að fjárhæð 450.000 krónur og bárust engin andmæli frá honum innan andmælafrests. Síðar krafðist lögmaður hans um frekari rökstuðning MAST sem stofnunin hafnaði. Í kjölfarið kærði bóndinn ákvörðunina til ráðuneytis. Meðal sjónarmiða mannsins voru að sektin byggist á ágiskunum MAST en ekki sönnunum. Taldi hann einnig röng vinnubrögð MAST að upplýsa ekki um það hvaðan ábendingin hafi borist. Taldi hann að lögmanni hans hafi verið hótað málskókn í svari frá lögmanni MAST og krafðist þess að starfsamanninum yrði gert að þola áminningu í starfi vegna þessa. Til sönnunar þess að dýrin hafi fengið viðeigandi meðferð lagði bóndinn, við meðferð málsins, fram myndir þar sem megi sjá kýrnar úti við beit. Ráðuneytið taldi hins vegar að MAST hafi byggt ákvörðun sína á eftirlitsheimsóknum, mati á aðstæðum á bænum auk ábendinga sem bárust stofnuninni. „Telur ráðuneytið því að gögn málsins sýni að kærandi hafi ekki tryggt lágmarksútivist nautgripa á umræddu tímabili árið 2021. Myndir af nautgripum á grónu landi í september 2021 sýni að gripunum hafi sannarlega verið hleypt út og féll MAST frá því að leggja dagsektir á kæranda í kjölfar þess. Myndirnar sýna þó ekki að tryggð hafi verið lágmarksútivist gripanna, sem eru átta vikur,“ segir í úrskurðinum sem staðfesti fyrrgreinda sekt.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira