Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 21:01 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira