Treystir nefndinni þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 21:01 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Ráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna. Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær hittum við fjölda hælisleitenda frá Venesúela, sem sögðust hræddir og reiðir eftir að kærunefnd útlendingamála úrskurðaði að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeim þótti furðulegt að á sama tíma og íslensk stjórnvöld meti stöðuna í Venesúela örugga hafi Bandaríkjamenn komist að þveröfugri niðurstöðu í svipaðri úttekt. Þeir meta ástandið það alvarlegt að framlengja skuli tímabundna vernd Venesúelamanna í landinu um átján mánuði. Treystir nefndinni Fréttastofa ræddi við Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um þennan mun í dag. Hún segist treysta niðurstöðu kærunefndarinnar. „Ég get eingöngu treyst á niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Þessar tvær stofnanir hafa lagt mat á ástandið. Ég ætla líka að minna á það að löndin í kringum okkur hafa ekki verið að veita íbúum frá Venesúela þessa viðbótarvernd sem við höfum verið að gera. En ég get ekki gert annað en treyst Útlendingastofnun og kærunefndinni,“ segir Guðrún. Klippa: Treystir nefndinni Leggja í hættulegt ferðalag Flestir flóttamenn vilji snúa aftur heim þegar þar er öruggt að búa. „Við verðum alltaf að hafa það í huga að við Íslendingar höfum undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar hvað varðar flóttamenn. Það inniber að ákveðnum tíma liðnum geti fólk snúið til baka til sín heimaríkis, það er partur af hugmyndafræðinni og partur af kerfinu,“ segir Guðrún. Síðasta áratug hafa um það bil 7,3 milljónir manna flúið Venesúela. Sá fjöldi samsvarar nítjánfaldri íslensku þjóðinni. Margir sem flýja landið leggja í hættulegt ferðalag gegnum alla Mið-Ameríku og freista þess að komast til Bandaríkjanna.
Venesúela Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira