„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 21:31 Alexandra segir vexti hækka sífellt og kallar eftir endurskoðun á kerfinu. arnar halldórsson Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira