Tveir fyrir einn í mannréttindum Sigmar Guðmundsson skrifar 4. október 2023 07:00 Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Alþingi Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun