Mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir ungmenni Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 4. október 2023 11:30 Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar