„Helvítis harmonikkuþjófarnir“ Pálmi Gunnarsson skrifar 4. október 2023 15:00 „Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Helvítis harmonikkuþjófarnir stálu nikkunni minn, já þetta eru bara harmonikkumorðingjar.“ Stefáni heitnum í Möðrudal lá hátt rómurinn og ekki að ósekju, hans dýrasta djásni, nikkunni hafði verið stolið, eða öllu heldur, hún hafði verið myrt. Sem betur fer var til ein ítölsk í Rín þannig að skaðinn var að einhverju leyti bættur. Af hverju dettur mér þessi saga í hug núna á meðan ég hlusta á talsmann norsk-íslenska fyrirtækisins Artic Fish vaða elginn um ágæti sjókvíaeldis í útvarpsþættinum Sprengisandi? Jú, sumt verður ekki bætt. Náttúrumorð hafa verið framin fyrir framan nefið á okkur í áratugi, óafturkræf, endanleg. Þegar ég tala um náttúrumorð á ég við þá nöturlegu staðreynd að okkur hefur tekist á ótrúlega stuttum tíma að útrýma fjölda dýrategunda sem við sjáum aldrei framar. En meðan sumt er óafturkræft er mögulegt að snúa öðru við. Eyðingu regnskóga sem hafa verið kallaðir lungu jarðarinnar og sjá okkur fyrir hreinu lofti má stöðva og draga má úr loftmengun af mannavöldum. Við getum, ef viljinn er fyrir hendi, þrifið upp eftir okkur skítinn og, ef vitið bregst okkur ekki, stöðvað þá ógnvænlegu þróun sem blasir við. Það er þó við ramman reip að draga því þeir sem standa að eyðileggingunni eru drifnir áfram af einni af dauðasyndunum sjö, þeirri sem heimtar alltaf meira, fær aldrei nóg. Og stjórnvöld sem eiga að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi eru illu heilli undir hælnum á gróðapungunum. Við Íslendingar stútuðum síðasta geirfuglinum án þess trúlega að hafa nokkra hugmynd um það og komumst þar með á vafasaman afrekalista og nú stefnum við í að bæta villta laxinum okkar á þann sama lista. Þetta skemmdarverk er í boði lobbíista og stjórnmálamanna sem taka málstað þeirra og leyfa laxeldi í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur. Allt ferlið frá upphafi síðustu sjókvíaeldisbylgju er öllum til vamms sem að hafa komið. Í stað þess að fara öruggu leiðina í sátt við náttúruna var ætt af stað. Leyfin fengust fyrir slikk og regluverkið var í molum. Stjórnvöld og stofnanir sem hefðu umsvifalaust átt að spyrna við fótum gerðu lítið annað en blessa framtak norsk-íslensku eldisfyrirtækjanna. Öllum varnaðarorðum sem byggðu á reynslu annarra þjóða var því miður sópað undir teppið. Ég vil Vestfirðingum og Austfirðingum vel og svíður til dæmis hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið hefur farið með hinar dreifðu byggðir landsins á liðnum áratugum. Að því sögðu dettur mér ekki í hug að firra Vestfirðinga, Austfirðinga eða Íslendinga yfir höfuð ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. Okkur ber að vernda einstaka náttúru landsins en höfum brugðist þegar kemur að laxeldi í opnum sjókvíum. Í fyrrnefndum útvarpsþætti var talsmanni Artic Fish tíðrætt um bláa akurinn sem sjórinn í öllu sínu veldi vissulega er. Það er hinsvegar ekki talin góð akuryrkja að sá illgresi í frjóa mold en það er nákvæmlega það sem við erum að horfa upp á, á okkar bláa akri. Ómældur úrgangur frá tugþúsundum laxa og fóðurleifar, ásamt lúsalyfjanotkun er það sem við horfum nú upp á menga umhverfið, og svo eru sleppilaxar búnir að hertaka fjölda laxveiðiáa, ógnandi tilveru villta laxins. Talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa gjarnan slegið um sig með „hungruðum heimi“ sem gæti ekki án eldislaxins verið, mantra sem fyrir löngu er búið að sanna að á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hér gildir eins og svo oft áður að endurtaka möntruna nógu oft í þeirri von að fólk fari að trúa henni. Lax alinn í sjókvíum er ekki búinn til fyrir hungraðan heim heldur þá sem hafa efni á að kaupa sér í matinn. Hinsvegar gæti loðnan og annað sjávarfang sem fer ásamt sojabaunum í að framleiða fóðrið í laxinn gagnast hungruðum heimi á viðráðanlegu verði. Og til að skemmta skrattanum enn frekar eru regnskógar ruddir hægri vinstri fyrir fóðrið í laxinn, sojabaunir. Ég hef á nokkuð langri ævi fylgst með tilraunum manna til að ala lax í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur og frá fyrstu tíð barist gegn því. Með eldi á laxi í opnum sjókvíum er verið að ráðast á það sem ætti að vera okkur Íslendingum dýrmætast af öllu, náttúru landsins. Stöðvum þennan ósóma! Höfundur er tónlistarmaður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun