Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 09:00 Enska landsliðskonan Ella Toone gengur niðurlút framhjá bikarnum eftir úrslitaleik HM í sumar. Getty/Daniela Porcelli Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst. Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti