Heimamenn í Hamri byrjuðu leikinn af krafti og leiddur að loknum fyrsta leikhluta sem og í hálfleik. Í síðari hálfleik vöknuðu gestirnir hins vegar og sneru dæminu við.
Þeir unnu þriðja leikhluta með tíu stigum og þann fjórða með fimm stigum. Skilaði það sér í átta stiga sigri Keflavíkur.
Remy Martin var stigahæstur hjá Keflavík með 29 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Halldór Garðar Hermannsson kom þar á eftir með 20 stig.
Hjá Hamri var Maurice Creek með 34 stig og 11 fráköst. Franck-David James Kamgain Nanakom þar á eftir með 24 stig.