Fimmtán ár frá Guð blessi Ísland ræðunni Boði Logason skrifar 6. október 2023 14:02 Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október 2008. Stöð 2 Í dag eru fimmtán ár frá því að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa landið. Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars. Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Geir ávarpaði þjóðina klukkan fjögur þann 6. október árið 2008 en oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. Í ávarpinu sagði hann meðal annars að heimsbyggðin öll gengi í gegnum mikla fjármálakreppu og ríkistjórnir í mörgum löndum myndu nú róa lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heimafyrir. „Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem skiptir mestu máli í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú er að hefjast,“ sagði Geir meðal annars í ávarpinu. „Með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur. Guð blessi Ísland.“ Fréttastofa Stöðvar 2 var með aukafréttatíma þar sem meðal annars var rætt við Björn Inga Hrafnsson, sem þá var ritstjóri Markaðarins, Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, þáverandi þingmann Samfylkingarinnar og Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi þingmann Vinstri Grænna og núverandi forsætisráðherra. Þingmenn og álitsgjafar í útsendingunni voru eðlilega ringluð og fáir vissu hvað var framundan. Nokkrum mínútum eftir ávarp Geirs sagði Katrín að staðan væri mjög þröng og ástandið væri mjög alvarlegt. „Það er nauðsynlegt að ríkið grípi til aðgerða, það er verið að gera það.“ Í samtali við fréttastofu árið 2018, þegar tíu ár voru frá ræðunni, útskýrði Geir hvað fór í gegnum huga hans þegar hann skrifaði ræðuna. „Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að þessi þrjú orð myndu vekja eins mikla athygli og þau gerði, að þetta yrði kannski það eina sem fólk myndi úr þessari ræðu - það var aldrei hugmyndin,“ sagði hann meðal annars.
Alþingi Hrunið Efnahagsmál Tímamót Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira