A little trip to Vigur Island Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 6. október 2023 16:00 Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Veðrið var með ágætum þá vikuna. Allavega samkvæmt flestum skilgreiningum, skilgreiningum þeirra sem manninn ala á landi ísa og elda og teljast flestu vanir þegar kemur að veðurfari sem fær mann til að skjálfa á beinunum og það jafnvel í sólmánuði. Veður jaðraði við að vera svo gott að gumi hafi getað talið sér trú um að vera staddur erlendis. Veðrið og andrúmsloftið með sínar túrhestahjarðir út um allar koppagrundir juku enn á þá tilfinningu framandleikans. Það er og segin saga að eitthvað verður að brjóta upp hversdagsleikann. Þegar þetta er ritað er lítið eftir af þeirri veðursæld sem þá ríkti og landið því eins og kona, kvár og Anthony Hopkins þekkja það hvað best. Veðrið er hryssingslegt og fer tröllslegum höndum um mannkindina. Já, Ísland ber oftlega nafn með rentu og ekki er alltaf á vísan að róa í veðurefnum sem kann að vera ástæða þess hve títt mörlandinn notar viðtengingarhátt. En það er önnur saga og verður ekki sögð hér. Var því einkar ánægjulegt að undirritaður gat, þann daginn, gert sér veðursældina að góðu og farið í bátsferð út í eyna Vigur. Lagt var af stað frá Ísafjarðarbæ og þótt flest það sem fyrir augu bar hafi verið kunnuglegt framkallaði stemmningin annarsleika í höfðinu. Allt var svo voða útlendis. Lyngt var í sjóinn, seiðandi rödd „gædsins“ ómaði ókennilega yfir öldum hafsins sem skelltu frönskum kossi á kinnunginn sem sungu o sole mío (nema hvað) og Sound of Silence (svona allt að því). Þegar út í Vigur var komið tók við leiðsögn um eyna og hennar áhugaverðu náttúru og menningu. Yfir öllu þessu var þessi framandleikablær. Allt kunnunglegt en samt á einhvern hátt framandi eins og skynjun manns kann að upplifa hluti sem ekki eru hvunndagslegir. Og það sem enn jók á þá tilfinningu var að móðurmál undirritaðs, íslenska, heyrðist vart þegar á land var komið. Leiðsögn um eyna var ekki í boði á íslensku og öll upplýsingaskilti voru einvörðungu á ensku. Svona á þetta að vera. Svona fær maður miklu meira fyrir aurinn. Þetta var bara alveg eins og að vera staddur erlendis. Þetta er eitthvað sem miklu fleiri aðilar mættu taka sér til fyrirmyndar. Alger óþarfi að hafa íslensku. Og það þótt flest fari fyrir ofan garð og neðan á engilsaxneskunni. Það gildir einu. Ókunnugleikinn var það mikill að maður hefði allt eins getað verið í Disneylandi. Og Disneyland þekkir maður auðvitað og það jafnval án þess að hafa nokkurn tímann stígið þar fæti. Undirritaður mælist eindregið til þess að íslenska verði alfarið bönnuð í öllu sem viðkemur ferðamennsku, svona til að maður hafi fremur á tilfinningunni að maður sé ekki þar sem maður er og þá sérstaklega þegar sól skín í heiði. Maður vill ekki láta eitthvað afdala hrognamál, hrútspunga og skreið skemma fyrir manni framandleikann. Við getum bara talað, heyrt og lesið íslensku þegar veður er vont. You go Vigur Island! Undirritaður hefir nokkuð oft leitast við að hafa samband til að þakka Vigur Island fyrir að haga málum svona en ekki fengið nein viðbrögð. Því miður. Það stafar líklega af því að hann skrifaði á íslensku. Hann er bara svo lélegur í ensku. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun