Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsins. Þar segir að það hafi verið sameiginlegur vilji beggja aðila að slíta samstarfinu.
D.C. United and Head Coach Wayne Rooney have mutually agreed to part ways.https://t.co/ykE3Qp2FDb
— D.C. United (@dcunited) October 8, 2023
Þrátt fyrir sigur á New York City í gær þá komst liðið ekki í úrslitakeppni MLS-deildarinnar og því virtust báðir aðilar sáttir með að halda samstarfi sínu ekki áfram. Rooney sagðist hafa gert allt í sínu valdi til að koma félaginu í úrslitakeppnina.
Hinn 37 ára gamli Rooney snýr aftur til Englands en þar stýrði hann Derby County frá 2020 til 2022 áður en hann færði sig yfir til Bandaríkjanna. Hvað tekur nú við er óvíst en Rooney átti magnaðan feril með Manchester United og enska landsliðinu.