Hver stelur af barnaleiði? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 15:04 Foreldrarnir við leiði barna sinna í Kópavogskirkjugarði. Vísir/Vilhelm Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt. Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook. Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook.
Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23