Hver stelur af barnaleiði? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2023 15:04 Foreldrarnir við leiði barna sinna í Kópavogskirkjugarði. Vísir/Vilhelm Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt. Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook. Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Uppfært klukkan 16:03 Birgitta segir í samtali við Vísi að þau hafi gengið í kirkjugarðinn áðan og allir munirnir séu komnir á sinn stað, nema einn agat seinn. Þau séu mjög þakklát og voni að síðasti steinninn skili sér líka. Upprunalega frétt má lesa að neðan. Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson ræddu áföll liðinna ára í viðtali á Vísi á dögunum. Alexandra Eldey var aðeins tuttugu mánaða þegar hún lést eftir skyndileg veikindi í júní, 2022, þegar fjölskyldan var á ferðalagi til Spánar. Það var svo í mars síðastliðinum sem þeim fæddist andvana drengur sem fékk nafnið Ísak. Systkinin eru jarðsett í Kópavogskirkjugarði. Þangað fóru þau hjónin á laugardaginn eins og þau gera á nokkurra daga fresti. „Við förum yfirleitt í kirkjugarðinn á nokkra daga fresti. Við fórum í garðinn í dag [innsk: laugardag] og það er búið að stela skrautsteinum af leiðinu hjá Alexöndru og Ísaki,“ segir Birgitta í færslu á Facebook síðdegis í gær. Þau hafi keypt þrjá agat steina erlendis sem voru útskornir eins og hjörtu. „Við tókum þá með okkur í handfarangri til að passa upp á að þeir kæmust pottþétt á sinn stað. Þeir standa fyrir hin börnin okkar þrjú sem létust sem fóstur og hafa því mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur,“ segir Birgitta. Þau skilji ekki hverjum detti í hug að gera svona. Leiði barnanna þar sem sjá má umtalaða steina. „Að auki voru þarna líka tveir aðrir litlir hjartasteinar sem voru teknir fyrir einhverjum vikum, tigers eye og mánasteinn en Alexandra var grafin með svoleiðis steina hjá sér svo við vildum hafa þá á leiðinu líka.“ Þau Birgitta og Finnbogi eru vægast sagt leið vegna þessa. „Við erum í sjokki yfir þessu og bara viljum ekki trúa því að fólk geti verið svona ömurlegt. Við grátbiðjum þann sem stal steinunum að skila þeim. Við viljum líka hvetja þau sem hafa verið með börn í garðinum að athuga hvort geti verið að barn hafi tekið þessa fallegu steina ófrjálsri hendi.“ Um er að ræða tvo miðlungs stóra agat hjartasteina sem eru hvítir með röndum og smá brúnum lit, lítill hjartalag tigers eye steinn, lítill hjartalaga mánasteinn og lítil oturstytta úr plasti. Otur var uppáhaldsdýr Alexöndru og fékk Darri sér húðflúr af otur til minningar um Alexöndru. Þau sem hafa upplýsingar um hvað gæti hafa orðið af mununum á leiði barnanna geta haft samband við Birgittu í gegnum Facebook.
Kirkjugarðar Kópavogur Tengdar fréttir Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. 2. október 2023 17:23