Með samstilltu átaki getum við aukið orkuvinnslu Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 10. október 2023 10:01 Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun