1.500 líf í okkar höndum Helgi Guðnason skrifar 11. október 2023 08:01 Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur. Ekki vegna þess að hér sé einhver neyð, heldur af því hægt er að finna tölur sem gefa til kynna að neyðin þar sé örlítið minni. Ekki nóg með það. Fólkið sem á að flytja burt er margt hvert öreigar því það kostaði aleigunni til að komast til Íslands, þau lögðu allt undir því Ísland tók á móti flóttafólki frá Venesúela. Ísland hafði ákveðna sérstöðu hvað það varðaði, allir sem komu fengu hæli. Það má vel vera að einhverjir telji að það hafi verið röng afstaða, en við getum ekki firrt okkur ábyrgð á því fólki sem upplifði sig boðin til landsins. Það eru hvorki náttúröfl sem við ekki ráðum við eða andlitslaust kerfi sem er á bakvið þennan harmleik. Á Íslandi er fólk sem hefur það í hendi sér að afstýra þessu, á bak við hverja hælisumsókn sem synjað er eru manneskjur. Á bak við viðmið útlendingastofu er fólk sem samdi þau. Á bak við framkvæmdavaldið eru kjörnir fulltrúar sem geta gripið í taumana. Það er fólk á bak við þá ákvörðun að endurskoða ekki þá einstæðu afstöðu Íslands að ástandið sé betra í Venesúela. Það er val að það skuli ekki gert þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarnefndar Sameinuðu Þjóðanna að ástand mannréttinda sé að versna, þrátt fyrir yfirlýsingar Bandarískra stjórnvalda um að ástandið hafi ekki batnað, þrátt fyrir að nú nálgast fjöldi flóttamanna 8 milljónir - þá er fólk sem ákveður að ekki skuli bakkað með það að hælisleitendur frá Venesúela geti bara víst farið heim. Að breyta um afstöðu til hælisleitenda frá Venesúela krefst ekki kúvendingar í málefnum hælisleitenda. Í ljósi þess að hér eru hundruðir sem komu landsins meðan stefna stjórnvalda var allt önnur, eru forsendur til að endurskoða afstöðu stjórnvalda. Í ljósi þeirra alþjóðlegu skýrslna sem út hafa komið frá því í mars þegar ÚTL gaf út sitt endurmat, eru forsendur til þess að endurskoða afstöðu yfirvalda. Þaðkrefst ekki lagabreytinga að afstýra þessari hörmung - það þarf bara að uppfæra viðmið einnar stofnunar - að taka tillit til þess sem allar alþjóðlegar stofnanir virðast sammála um. Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sál sinni? Ég er ekki alveg viss hvaða sjónarmið liggja að baki þeirri afstöðu að einhvern vegin sé betra fyrir Ísland að vísa þessu fólki burt. En eru þeir sem að baki því standa virkilega sannfærðir um að það sé kostnaðarins virði? Ef við stöndum hjá og segjum ekkert, berum við þá ekki líka einhverja ábyrgð? Það er ekki of seint að afstýra þeim harmleik sem blasir við, við höfum það í hendi okkar. Höfundur er prestur.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar