NATO hótar afdráttarlausum viðbrögðum ef skemmdirnar reynast viljaverk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 08:42 Finnska varðskipið Turva á vettvangi. AP/Lehtikuva Atlantshafsbandalagið hefur heitið afdráttarlausum viðbrögðum ef það kemur í ljós að skemmdir á gasleiðslu sem liggur á milli Finnlands og Eistlands reynast viljaverk. Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um mögulegt skemmdarverk af hálfu Rússa en Risto Lohi hjá Rannsóknarstofnun Finnlands, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ástæða til að ætla að skemmdirnar væru af völdum einhvers konar vélbúnaðar en ekki sprengju. Yfirmaður stofnunarinnar, Robin Lardot, sagði að för hefðu fundist á sjávarbotni þar sem skemmdir hefðu orðið á Balticconnector-leiðslunni. Áætlað er að það muni taka í kringum fimm mánuði að gera við leiðsluna, sem þýðir að hún verður ónothæf fram í apríl 2024. Lardot segir rannsókn málsins enn á frumstigum en slæmt veður hefur meðal annars sett strik í reikninginn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær að ef skemmdirnar reyndust viljaverk væri um að ræða árás á mikilvæga innviði bandalagsins og að afleiðingarnar yrðu afdráttarlausar aðgerðir af hálfu Nató. Rúmt ár er liðið frá því að Nord Stream 1 og 2 skemmdust í kjölfar sprenginga á hafsbotni. Ekkert hefur verið gefið út opinberlega um sökudólg en rannsóknir blaðamanna virðast benda til aðildar einstaklinga frá Úkraínu. Viðbúnaður var aukinn í Finnlandi í kjölfar þess að fregnir bárust af skemmdunum. Þá var utanríkis- og öryggismálanefnd landsins kölluð saman. Skemmdirnar eru ekki sagðar munu hafa áhrif á orkuöryggi. Varnarmálaráðherrann Antti Häkkänen sagði í Brussel í gær að Finnar kynnu að meta þá aðstoð sem bandamenn þeirra hefðu boðið fram en vildi ekki tjá sig um mögulegar niðurstöður rannsóknarinnar. Utanríkisráðherrann Elina Valtonen sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar um næstu skref fyrir en þær lægju fyrir. Þá sagði Hanno Pevkur, varnarmálaráðherra Eistlands, að rannsakendurnir þyrftu að fá ráðrúm til að ljúka störfum sínum. Svo virðist sem steypt hlíf hafi verið brotin eða rifin af leiðslunni, sem lá ekki á réttum stað og reyndist skemmd á einni hlið. Finnskur sérfræðingur sagði í samtali við ríkisfjölmiðilinn YLE að mögulega hefði stórt skip dregið akkeri sitt yfir leiðsluna, annað hvort viljandi eða óviljandi. Finnskir miðlar hafa greint frá því að fimm stór skip, þar á meðal flutningskip frá Panama og fjögur olíuflutningaskip, hafi verið í nálægð við leiðsluna skömmu áður en hún fór að leka. Eitt olíuskipanna var frá Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Finnland Eistland NATO Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Sjá meira