Sleppingar eldislax - Hvað er raunverulega í húfi? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 12. október 2023 11:30 Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagvöxtur. Störf. Fæða. Upplýsingaóreiða. Ásakanir. Reiði. Græðgi. Þetta er ekki svo slæmt. Við gerum bara betur næst. Sjókvíaeldisfólk á móti veiðifólki. Upplýsingaóreiða. Það er erfitt að vera ungur í dag. Ég er ekki alltaf viss hverju ég á að trúa. Kannski bara þessum kalli… hann virðist vita hvað hann syngur. Jú, hann segir strokulaxinn minnka verðmæti villta laxastofnsins og stofna honum í hættu. Síðasta vígi villta laxins. Það er slæmt. En hvað með þennan… hann segir það rangt. Ofveiði, ósjálfbærar veiðar eru það sem er að útrýma laxastofninum. Strokulaxar hafa lítil áhrif miðað við það. Já þú meinar. Ég er samt heppin. Ég menntaði mig í líffræði. Ég er með bakgrunn í vísindum. Ég get horft í gegnum þessa upplýsingaóreiðu og myndað mína eigin upplýstu skoðun. En ég veit að ekki allir eru með sama bakgrunn. Þeirra styrkleikar liggja utan lífvísindanna. Þetta er þá kannski fyrir þeim eins og það er að lesa í fjármál fyrir mig, eða laga bílinn minn… ég hringi bara í pabba. Upplýsingaóreiða. Misupplýsingar. Ég er orðin mjög þreytt á því. Það sem virðist einkenna þessa umræðu um sjókvíaeldi er hálfur sannleikur. Fólk varpar ljósi á þær staðreyndir sem styðja mál þeirra en skilur hinar eftir í myrkrinu. Þetta er dæmi um hvernig upplýsingaóreiðunni er fleytt áfram með því að búta niður og beygla vísindin. Þær niðurstöður sem styðja tilgátu þína eru valdar. Hinum er hent. Íslenski laxastofninn er undir álagi vegna veiða, búsvæðabreytinga, loftslagsbreytinga, mengunar, samkeppni við aðrar tegundir og erfðablöndunar við eldislax. Þó einhver þessa þátta sé mögulega meiri álagsvaldur en annar þýðir það ekki að við getum hunsað þá þætti sem ekki styðja okkar málstað. Horfa þarf á heildarmyndina. Segja allan sannleikann. Mig langar að koma því sjónarhorni sem ekki hefur verið áberandi inn í umræðuna um sjókvíaeldi og sleppingar eldislax. Hjálpa til við að segja allan sannleikann. Svo þið getið séð hvað er raunverulega í húfi. Staðreyndin er sú að við lifum á tímum þrefaldrar ógnar. Loftslagsbreytingar, hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og mengun ógna lífi á jörðinni eins og við þekkjum það. Þessar ógnir eru nátengdar og sjókvíaeldi kemur þeim öllum við á einn eða annan hátt. Líffræðileg fjölbreytni. Eldislax er erfðafræðilega ólíkur villtum Atlantshafslaxi. Hann hefur verið ræktaður fyrir ákveðna eiginleika sem nýtast í eldi. Eldislax er einnig erfðafræðilega einsleitur þar sem hann er ræktaður upp frá takmörkuðu erfðaúrtaki. Þegar erfðafræðilega einsleitur eldislax sem aðlagaður er eldisumhverfi blandast villtum og erfðafræðilega fjölbreyttum laxi þynnist náttúrulegur fjölbreytileiki villta stofnsins út. Villti stofninn verður einsleitari og gæti tapað genum sem mikilvæg eru til lífsbaráttu í náttúrunni. Þegar stofnar lífvera eru erfðafræðilega einsleitir og einstaklingar tiltölulega fáir verða þeir mun viðkvæmari fyrir áföllum og líkur á útrýmingu aukast. Því miður verða áföll mun tíðari á næstu árum vegna m.a. loftslagsbreytinga, búsvæðabreytinga og mengunar. Óhófleg veiði og erfðablöndun við eldislax hefur áhrif á erfðabreytileika villta laxastofnsins og stofnar honum í hættu. Þessi umræða um sjókvíaeldi snýst auðvitað um svo margt annað en bara erfðafræði laxastofnsins. Það eru störf í húfi, framþróun, hagvöxtur, matur, afkoma tegundar, plastmengun, samspil lífvera, vistkerfi, náttúra. Náttúran. Þetta er ekki bara spurning um afkomu einnar tegundar. Lífverur vistkerfa eru nátengdar. Þetta á við um öll vistkerfi. Laxinn er einstakur. Hann er bæði fersk- og saltvatnsfiskur. Hann er því tengdur öðrum lífverum sjávar en einnig lífverum sem lifa í ám landsins eða við þær. Þegar ein lífvera hverfur úr vistkerfi eða stofn hennar minnkar stórlega skapast ójafnvægi í þessum samböndum milli lífvera sem getur haft ófyrirséðar afleiðingar. Mörg dæmi eru til þessu til stuðnings, m.a. bjórar í Evrópu og Ameríku, úlfar í Ameríku og hvarf frjóbera um allan heim. Tap líffræðilegrar fjölbreytni, hvort sem það er fjölbreytni innan tegunda eða á milli þeirra, er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Röskun á vistkerfum þýðir röskun á vistkerfisþjónustu sem maðurinn treystir á. Röskun á vistkerfum þýðir m.a. hrun fiskistofna sem maðurinn nýtir sér, minni afköst frjóbera sem spila lykilhlutverk í ræktun ávaxta og rask á kolefnisbindingu. Allt er þetta eitthvað sem ógnar efnahag og samfélagi mannsins ásamt tilveru annarra lífvera á jörðinni. Líffræðileg fjölbreytni er hagsmunamál okkar allra og ætti að vera höfð í fyrirrúmi í öllum ákvarðanatökum. Ég vona að þessi grein hjálpi fólki að mynda upplýsta skoðun um áhrifin sem eldislax hefur á erfðafræði og afkomu villta laxastofnsins. Þessi grein gefur ekki heildarmynd af öllu er tengist sjókvíaeldi og hvet ég ykkur því til að leita upplýsinga um þá þætti er ekki tengjast líffræðilegri fjölbreytni hjá sérfræðingum í öðrum efnum. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun