Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2023 09:01 Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, greinir frá samráðsleysi sérsambanda við Þrótt um landsvæði sem er í félagsins eigu. Vísir/Vilhelm Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal. Málefni Laugardalsvallar hafa borið hátt síðustu vikur vegna mikils álags á völlinn sökum aukinna verkefna. Skammtímalausn KSÍ er að skipta um undirlag í vor en til framtíðar er ljóst að þörf er á nýjum velli. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vill ásamt fleirum að nýr völlur og ný Þjóðarhöll fari saman og að völlurinn verði færður á svæði í eigu Þróttar milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs, þar sem nú stendur æfingavöllur Þróttar. „Það er svona okkar ósk. Við myndum vilja færa völlinn ofar í Laugardalinn og tengja saman höllina og fótboltavöllinn. Ég veit ekki hvort að frjálsar íþróttir komist fyrir líka en ef ég hugsa þetta út frá fótboltanum.“ segir Vanda. Klippa: Það er draumurinn minn og margra hér Völlurinn verði við hlið nýrrar hallar Hægt sé að samnýta aðstöðu og þekkingu með starfsemina á sama stað. Það sé öllum samböndum og íþróttastarfi landsins til hags. „Við búum hér [í KSÍ] að allskonar þekkingu og með tæki og græjur sem við myndum gjarnan deila með öðrum samböndum. Það væri hægt að hafa sameiginlega lyfjaprófunaraðstöðu og búningsklefa og þannig hægt að samnýta allskonar. Gera þá íþróttamiðstöð og ákveðið hús íþróttanna og heildarmynd. Það er draumurinn minn og margra hér,“ segir Vanda. „Það var arkitekt sem heitir Kristján Ásgeirsson sem bar þessa hugmynd upp fyrst og er meira að segja búinn að teikna völl á milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs sem myndi þá tengjast nýju höllinni,“ „Mér finnst að við eigum að gera þetta, við vitum að það þarf að gera bæði og það er miklu sniðugra að hugsa þetta heildrænt.“ segir Vanda. Skipuleggi að byggja á lóð nágrannans Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, er hlynntur því að uppbygging verði á aðstöðu landsliða í Laugardalnum. Hann gagnrýnir hins vegar hugmyndir um að byggja á svæði félags hans. Aðstöðumál hafa plagað félagið, þá sérstaklega er varðar handbolta og sama má segja um körfubolta í Ármanni. Ekki megi við því að þrengja frekar að. „Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti. Það eru engar samþykktir um það innan félagsins að láta nein svæði frá okkur og stendur ekki til. Ég held það væri skynsamlegt af henni að eiga samtal og samráð við knattspyrnufélögin og íþróttafélögin hér í Laugardalnum áður en hún fer að byggja á lóð nágrannans.“ segir Bjarnólfur. Klippa: Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti Engin framtíðarsýn án samráðs Hann segir samráð við félögin, Þrótt og Ármann, sé ekki mikið. Samböndin sem við eiga, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ og ÍSÍ, þurfi að hafa félögin ofar í huga við hugmyndavinnu sína tengda aðstöðumálum landsliða. „Við höfum kallað eftir miklu meira samráði við skipulagningu og uppbyggingu hér í Laugardal. Sérstaklega í kringum þjóðarhöllina sem hefur verið mest í umræðunni að undanförnu. Svo munu aðilar líklega færa sig meira í umræðu um þjóðarleikvanginn en það verður engin uppbygging og það er engin framtíðarsýn í því að hafa engin samskipti við félögin hér í Laugardal. Fólk skal átta sig á því að samtal og samráð við félögin er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíðaruppbyggingu hér í Laugardal.“ „Fólk er greinilega að reyna að skipta Laugardalnum á milli sín á þeim svæðum sem að tilheyra okkur,“ segir Bjarnólfur. Glötuð tækifæri ungra iðkenda Samstarfið við Laugardalshöll hafi reynst strembið sem hafi haft mikil áhrif á möguleika ungs íþróttafólks í hverfinu til iðkunnar handbolta og körfubolta, til að mynda. „Því miður hefur samstarfið við Laugardalshöll ekki nægilega gott og kynslóðir iðkenda hér í Laugardalnum hafa misst tækifærið að vera í vel skipulögðum inniíþróttum. Það veldur okkur áhyggjum í uppbyggingu á Þjóðarhöll að aðkoma íþróttafélaga að rekstrarsamningnum er engin. Það er það mikilvægasta sem við þurfum að fá að koma að,“ Hann er þó hlynntur því að Laugardalurinn verði áfram íþróttamiðstöð Íslands en ekki á kostnað félaganna. „Við styðjum alla uppbyggingu hér í Laugardal og sögulega finnst mér að uppbyggingin eigi að eiga sér stað hér í Laugardal. Mekka íþrótta á að vera hér og ég styð það og skil það vel. En það verður ekki gert nema með samtali við íþróttafélögin í Laugardal.“ segir Bjarnólfur að endingu. Ummæli Vöndu má sjá í efri spilaranum að viðtalið við Bjarnólf í þeim neðri. Fótbolti Laugardalsvöllur Þróttur Reykjavík Ármann KSÍ Íslenski boltinn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00 Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
Málefni Laugardalsvallar hafa borið hátt síðustu vikur vegna mikils álags á völlinn sökum aukinna verkefna. Skammtímalausn KSÍ er að skipta um undirlag í vor en til framtíðar er ljóst að þörf er á nýjum velli. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vill ásamt fleirum að nýr völlur og ný Þjóðarhöll fari saman og að völlurinn verði færður á svæði í eigu Þróttar milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs, þar sem nú stendur æfingavöllur Þróttar. „Það er svona okkar ósk. Við myndum vilja færa völlinn ofar í Laugardalinn og tengja saman höllina og fótboltavöllinn. Ég veit ekki hvort að frjálsar íþróttir komist fyrir líka en ef ég hugsa þetta út frá fótboltanum.“ segir Vanda. Klippa: Það er draumurinn minn og margra hér Völlurinn verði við hlið nýrrar hallar Hægt sé að samnýta aðstöðu og þekkingu með starfsemina á sama stað. Það sé öllum samböndum og íþróttastarfi landsins til hags. „Við búum hér [í KSÍ] að allskonar þekkingu og með tæki og græjur sem við myndum gjarnan deila með öðrum samböndum. Það væri hægt að hafa sameiginlega lyfjaprófunaraðstöðu og búningsklefa og þannig hægt að samnýta allskonar. Gera þá íþróttamiðstöð og ákveðið hús íþróttanna og heildarmynd. Það er draumurinn minn og margra hér,“ segir Vanda. „Það var arkitekt sem heitir Kristján Ásgeirsson sem bar þessa hugmynd upp fyrst og er meira að segja búinn að teikna völl á milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs sem myndi þá tengjast nýju höllinni,“ „Mér finnst að við eigum að gera þetta, við vitum að það þarf að gera bæði og það er miklu sniðugra að hugsa þetta heildrænt.“ segir Vanda. Skipuleggi að byggja á lóð nágrannans Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, er hlynntur því að uppbygging verði á aðstöðu landsliða í Laugardalnum. Hann gagnrýnir hins vegar hugmyndir um að byggja á svæði félags hans. Aðstöðumál hafa plagað félagið, þá sérstaklega er varðar handbolta og sama má segja um körfubolta í Ármanni. Ekki megi við því að þrengja frekar að. „Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti. Það eru engar samþykktir um það innan félagsins að láta nein svæði frá okkur og stendur ekki til. Ég held það væri skynsamlegt af henni að eiga samtal og samráð við knattspyrnufélögin og íþróttafélögin hér í Laugardalnum áður en hún fer að byggja á lóð nágrannans.“ segir Bjarnólfur. Klippa: Hún er augljóslega að tala um svæði sem að tilheyrir Þrótti Engin framtíðarsýn án samráðs Hann segir samráð við félögin, Þrótt og Ármann, sé ekki mikið. Samböndin sem við eiga, svo sem KSÍ, HSÍ, KKÍ og ÍSÍ, þurfi að hafa félögin ofar í huga við hugmyndavinnu sína tengda aðstöðumálum landsliða. „Við höfum kallað eftir miklu meira samráði við skipulagningu og uppbyggingu hér í Laugardal. Sérstaklega í kringum þjóðarhöllina sem hefur verið mest í umræðunni að undanförnu. Svo munu aðilar líklega færa sig meira í umræðu um þjóðarleikvanginn en það verður engin uppbygging og það er engin framtíðarsýn í því að hafa engin samskipti við félögin hér í Laugardal. Fólk skal átta sig á því að samtal og samráð við félögin er algjörlega nauðsynlegt fyrir framtíðaruppbyggingu hér í Laugardal.“ „Fólk er greinilega að reyna að skipta Laugardalnum á milli sín á þeim svæðum sem að tilheyra okkur,“ segir Bjarnólfur. Glötuð tækifæri ungra iðkenda Samstarfið við Laugardalshöll hafi reynst strembið sem hafi haft mikil áhrif á möguleika ungs íþróttafólks í hverfinu til iðkunnar handbolta og körfubolta, til að mynda. „Því miður hefur samstarfið við Laugardalshöll ekki nægilega gott og kynslóðir iðkenda hér í Laugardalnum hafa misst tækifærið að vera í vel skipulögðum inniíþróttum. Það veldur okkur áhyggjum í uppbyggingu á Þjóðarhöll að aðkoma íþróttafélaga að rekstrarsamningnum er engin. Það er það mikilvægasta sem við þurfum að fá að koma að,“ Hann er þó hlynntur því að Laugardalurinn verði áfram íþróttamiðstöð Íslands en ekki á kostnað félaganna. „Við styðjum alla uppbyggingu hér í Laugardal og sögulega finnst mér að uppbyggingin eigi að eiga sér stað hér í Laugardal. Mekka íþrótta á að vera hér og ég styð það og skil það vel. En það verður ekki gert nema með samtali við íþróttafélögin í Laugardal.“ segir Bjarnólfur að endingu. Ummæli Vöndu má sjá í efri spilaranum að viðtalið við Bjarnólf í þeim neðri.
Fótbolti Laugardalsvöllur Þróttur Reykjavík Ármann KSÍ Íslenski boltinn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00 Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. 7. október 2023 09:00
Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. 11. október 2023 11:32