„Hann var miklu betri en ég bjóst við“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2023 17:29 DeAndre Kane spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík á fimmtudag. Vísir / Anton Brink DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik í búningi Grindavíkur gegn Álftanesi í Subway-deildinni á fimmtudag. Mikil eftirvænting hefur verið fyrir komu Kane en efasemdaraddir höfðu verið uppi um hvort hann myndi yfirhöfuð mæta til leiks í vetur. Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Álftanes vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í körfubolta á fimmtudag þegar liðið lagði Grindavík á heimavelli sínum. Grindavík tapaði þar sínum öðrum leik í röð en góðu fréttirnar fyrir Suðurnesjamenn voru þær að DeAndre Kane lék sinn fyrsta leik fyrir félagið og leit vel út. Grindvíkingar tilkynntu um komu Kane snemma í sumar en hann á að baka frábæran feril í Evrópu og hefur meðal annars tvívegis orðið meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Þá æfði hann með Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu. Þar hefur hann leikið í sterkum deildum sem og í EuroCup. Það ríkti því töluverð eftirvænting í sumar fyrir komu Kane en einhverjir efuðust um að hann myndi hreinlega mæta. Hann var ekki kominn fyrir fyrsta leik Grindavíkinga en mætti daginn eftir og lék með liðinu gegn Álftanesi. „Ég var eiginlega aldrei á hans vagni. Ég var kominn með leið á þessari bið, ég var kominn með leið á að maðurinn væri aldrei að koma,“ sagði Ómar Sævarsson í Subway-Körfuboltakvöldi í gær þar sem hann fór yfir liðna umferð í Subway-deildinni ásamt Helga Má Magnússyni og stjórnandanum Stefáni Árna Pálssyni. „Virkar mikil tilfinningavera“ Kane átti fínan leik fyrir Grindavík á fimmtudag þó hann hafi reyndar náð sér í fimmtu villuna í fjórða leikhlutanum og því þurft að fylgjast með lokamínútum leiksins af bekknum. Hann skoraði 22 stig og kom ýmsum á óvart í hversu góði standi hann virtist vera. „Þetta er maður sem hefur verið þekktur fyrir rosalega góðan varnarleik. Hann hefur verið settur mönnum til höfuðs þegar hann hefur verið að spila úti. Það kom mér mjög mikið á óvart í hvernig standi hann var. Hann var miklu betri en ég bjóst við, betri að komast á körfuna og betri í sóknarleiknum.“ „Ég er búinn að vera mikið í kringum liðið, uppi í íþróttahúsi og sjá æfingar. Þvílíkur karakter. Látandi menn heyra það á æfingum og er leiðbeinandi. Þetta er að koma miklu betur út en ég þorði að vona,“ bætti Ómar við en hann er fyrrum leikmaður Grindavíkur. Klippa: Körfuboltakvöld - DeAndre Kane Kane fékk tæknivillu í hálfleik og endaði á því að þurfa að yfirgefa völlinn með fimm villur. „Hann virkar rosaleg tilfinningavera. Það fór ekkert framhjá neinum hvenær hann var ósáttur við sjálfan sig. Hann var að klikka á vítum í fyrri hálfleik og tók á sig villu í fyrri hálfleik, strunsaði útaf og var pirraður á bekknum. Svo var hann kominn inn á og var byrjaður að gefa „high five“, bætti Helgi Már við en Kane tók fimmtán víti í leiknum og var duglegur að koma sér á körfuna. Alla umræðu þeirra Ómars, Helga Más og Stefáns Árna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti