Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 14:55 IKEA-geitin stendur stolt og býður veðri og vindum, og brennuvörgum, birginn. ikea IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13 IKEA Jól Garðabær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Að jólageit sé stillt upp sérstaklega til að fagna jólum er að sænskri fyrirmynd. Og IKEA, verandi sænskt fyrirtæki að upplagi, tók upp þann sið. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Oft hefur IKEA-geitin fengið það óþvegið af hálfu brennuvarga og eitt skipti, þegar öryggisgæslan var öflug, kveikti hún í sér sjálf.Bylgja Guðjónsdóttir Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. @ikeaisland hún er mætt #ikea #fyrirþigsíða #fyp #viral #ikeaisland #christmas #ikeachristmas sonido original - frankaguilera13
IKEA Jól Garðabær Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira