Skvettu stíflueyði á andlit tólf ára barns á skólalóð í Reykjavík Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 18:42 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir um alvarlega árás hafa verið að ræða. Vísir/Arnar Tólf ára stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að strákar köstuðu ætandi efnum í andlit hennar. Stúlkan er með brunasár á andliti og þykir mildi að ekki fór verr. Rannsóknarlögreglumaður segir börn í sífellt meira mæli elta hegðun sem þau sjá á netinu. Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“ Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Stúlkan var að leika sér á skólalóð nærri heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar hún hitti þar stráka sem hún þekkti. „Drengurinn hendir sem sé framan í hana stíflueyði. Þessi ákveðni hópur hafði verið að kaupa þennan stíflueyði sem þeir blanda saman við vatn og búa til svona sprengju einhvers konar en í þessu tilfelli var ekki þessari sprengju hent framan í andlitið á henni heldur eingöngu duftinu sem þeir voru með í poka.“ Stíflueyðirinn sem strákarnir voru að nota var í duftformi. Hún segir stúlkuna strax hafa leitað sér aðstoðar. „Hún fer í næsta hús þarna við þar sem að árásin átti sér stað og mér skilst að fólkið þar hafi brugðist hárrétt við og hellt sem sagt mjólk í augun á henni og vatni þannig að þau skoluðu þetta strax úr. Mér skilst að það hafi í rauninni bjargað sjóninni hennar. Þannig að þetta er mjög alvarlegt mál þegar svona er. Auðvitað veit maður ekki hversu mikið þeir gera sér grein fyrir því.“ Stúlkan er með brunasár í andliti en hlaut ekki varanlegan skaða af. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus og segir Guðrún drengina hafa verið að herma eftir athæfi sem þeir sáu á netinu. Lögreglan sjái slíkt sífellt oftar gerast. „Þeir höfðu sem sagt lært þetta á Youtube og voru búnir að gera þetta nokkrum sinnum á víð og dreif.“ Málið er í rannsókn hjá lögreglunni og þá var barnavernd tilkynnt um það. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin séu að skoða á netinu. „Þarna erum við að tala um ellefu ára gömul börn og við þurfum náttúrulega að vera mjög vakandi hvað börnin eru viðhafa inni á samfélagsmiðlum. Það er náttúrulega fyrst og fremst mjög nauðsynlegt að gera það.“
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29