Atvikið í Breiðagerðisskóla sé áminning til foreldra Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 20:12 Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi segir að atvikið í Breiðagerisskóla geta verið foreldrum áminning. Vísir/Vilhelm Unnur Freyja Víðisdóttir, sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd, segir að atvik þar sem stíflueyðisdufti var skvett í andlit grunnskólastúlku vera áminningu til foreldra um að fylgjast með netnotkun barnanna sinna. Þau beri ábyrgð á börnunum sínum. Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Greint hefur verið frá því að stúlkan hafi dvalið lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem að unnið hafi verið að því að bjarga sjón hennar. Ekki liggur fyrir hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. Drengirnir sem köstuðu duftinu byggðu verknaðinn á einhverju sem þeir höfðu séð á netinu. „Hugur minn er hjá þolanda, gerendum og foreldrum þessara barna,“ sagði Unnur í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún bendir á að atvikið sé ekki það fyrsta þar sem krakkar hermi eftir einhverju sem þau sjái á samfélagsmiðlum. „Eins hræðilegt og þetta atvik var þá er það góð áminning um það að við foreldrar og forráðamenn fylgjumst með netnotkun barnanna okkar. Það er hvað þau eru að gera á netinu og skoða þar,“ Aðspurð um hvort foreldrar geti fylgst vel með í ljósi þess hve hraðir netheimar séu segir Unnur svo vera. Foreldrar þurfi þó að hafa viljan til. Hún nefnir til að mynda að hægt sé að fræða börnin áður en þau fái aðgang að samfélagsmiðlum. „Við ættum ekki að vera að veita börnum sem hafa ekki þroska til eftirlitslausan aðgang að samfélagsmiðlum án viðeigandi fræðslu. Við erum ekkert að vera „leiðinlega foreldrið“ að aðstoða börnin okkar og passa upp á þau,“ Unnur veltir fyrir sér hvort aldurstakmarkið sem gildi um samfélagsmiðlana sé „of ungt“ en miðað er við þrettán ára aldur. „Rannsóknir sýna að mikill meirihluti barna sem hefur ekki aldur til er inni á þessum miðlum. Og mjög hátt hlutfall foreldra voru þau sem aðstoðuðu þau að setja upp aðganga að þessum samfélagsmiðlum.“ segir Unnur. „Því miður þá fylgjast alltof fáir foreldrar með notkun barnanna sinna á þessum miðlum,“ bætir hún við.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira