Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2023 06:25 Veðrið á að lægja seint í kvöld. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum. Fólk er varað við að ferðast milli landshluta að óþörfu og hvatt til að ganga frá lausamunum til að forðast foktjón. Á vef Veðurstofunnar segir að 970 mb lægð sé nú stödd norðaustur af Hvarfi og önnur 1030 mb hæð yfir Skandinavíu. Saman beini þessi kerfi til okkar tungu af hlýju lofti úr suðaustri. „Það eru þéttar þrýstilínur yfir landinu og hvassviðri eða stormur á Suður- og Vesturlandi í dag. Í lægðinni er kaldur kjarni, en tungan er eins og áður sagði hlý og á mörkum loftmassanna eru veðraskil og úrkoma myndast. Það má því búast við vætusömu veðri, þó hann hangi lengst af þurr norðanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Má gera ráð fyrir hita á bilinu sex til tólf stig. Búið er að fella niður eða fresta flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli fram eftir degi. Engin umferð er áætluð um flugvöllinn fyrr en eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur ýmsu innanlandsflugi, þar á meðal milli Akureyrar, Egilstaða, Ísafjarðar annars vegar og Reykjavíkur hins vegar verið aflýst. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 13-20 m/s og rigning, en að mestu þurrt norðanlands. Heldur hægari um kvöldið, hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Suðaustan og austan 5-13, skýjað með köflum og dálitlar skúrir sunnantil. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og lítilsháttar rigning eða slydda, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Suðvestlæg átt og stöku skúrir eða él, en léttskýjað um landið austanvert. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á þriðjudag: Sunnanátt og stöku skúrir, en bjartviðri austanlands. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með lítilsháttar vætu á Suður- og Vesturlandi. Veður Fréttir af flugi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Fólk er varað við að ferðast milli landshluta að óþörfu og hvatt til að ganga frá lausamunum til að forðast foktjón. Á vef Veðurstofunnar segir að 970 mb lægð sé nú stödd norðaustur af Hvarfi og önnur 1030 mb hæð yfir Skandinavíu. Saman beini þessi kerfi til okkar tungu af hlýju lofti úr suðaustri. „Það eru þéttar þrýstilínur yfir landinu og hvassviðri eða stormur á Suður- og Vesturlandi í dag. Í lægðinni er kaldur kjarni, en tungan er eins og áður sagði hlý og á mörkum loftmassanna eru veðraskil og úrkoma myndast. Það má því búast við vætusömu veðri, þó hann hangi lengst af þurr norðanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Má gera ráð fyrir hita á bilinu sex til tólf stig. Búið er að fella niður eða fresta flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli fram eftir degi. Engin umferð er áætluð um flugvöllinn fyrr en eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur ýmsu innanlandsflugi, þar á meðal milli Akureyrar, Egilstaða, Ísafjarðar annars vegar og Reykjavíkur hins vegar verið aflýst. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 13-20 m/s og rigning, en að mestu þurrt norðanlands. Heldur hægari um kvöldið, hiti 5 til 10 stig. Á laugardag: Suðaustan og austan 5-13, skýjað með köflum og dálitlar skúrir sunnantil. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og lítilsháttar rigning eða slydda, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. Á mánudag: Suðvestlæg átt og stöku skúrir eða él, en léttskýjað um landið austanvert. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á þriðjudag: Sunnanátt og stöku skúrir, en bjartviðri austanlands. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með lítilsháttar vætu á Suður- og Vesturlandi.
Veður Fréttir af flugi Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira