Þórdís Kolbrún segir hækkun launa í krónutölu ekki málið Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2023 11:20 Þórdís Kolbrún, nýr fjármálaráðherra, stóð í ströngu í fyrirspurnartíma þingsins nú í morgun. Bæði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu að henni og spurðu hvernig hún ætlaði að takast á við verðbólguna. vísir/vilhelm Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar reið á vaðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma og beindi fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Kristrún hóf orð sín á að óska Þórdísi til hamingju en lét fylgja þeim orðum að gott geti verið þegar ráðherra hafi misst trúverðugleika að maður komi í manns stað. Þá sagði hún að staðan sem Þórdís væri að taka við væri sú valdamesta í íslensku efnahaglífi og hún væri í aðstöðu til að hafa áhrif á stöðuna í efnahagsmálum strax, ef hún kærði sig um. Að takast á við verðbólguna. Og ágætis byrjun gæti verið að draga orð forvera síns til baka, yfirlýsingar um að ríkisstjórnin hefði ekkert með verbólgu að gera? Er hún ef til vill sammála þeim orðum eða munum við sjá nýjar áherslur í baráttunni við verðbólgu og háa vexti? Við verðum að trúa því að verðbólgan hjaðni Þórdís Kolbrún sagðist vilja leggja áherslu á að vinna með þinginu öllu að því sem skipti almannahag máli. Hún áttaði sig á áskorunum en mikilvægt væri að allir væru einhuga um að vinna að þessu markmiði. Slíkt væri reyndar yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sem ætlaði sér að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum haft skoðun á því hvers vegna hún er eins og hún er en ég held að við getum verið sammála um að við verðum að vera saman í að taka á henni.“ Þórdís sagði komandi kjarasamninga muni hafa þar mikil áhrif en mikilvægt sé að við trúum á verkefnið. Og það séu réttmætar væntingar að verðbólgan muni lækka. Kristrún spurði áfram hvort þetta væri nýja línan, að við þyrftum bara að trúa því að verðbólgan fari niður? Ef ríkisstjórnin tali nógu mikið og hátt um að það muni gerast þá verði sú reyndin? Hún sagðist ekki viss um að fólk, almenningur, leigjendur og þeir sem sem er að kikna undan háum vöxtum, finni mikið skjól í því. „Mun koma eitthvað nýtt frá ráðuneytinu sem mun liðka til fyrir kjarasamningum eða telur hún duga að fólk trúi því að verðbólgan minnki?“ Þórdís sagði ekki sanngjarnt að tala niður íslenskt samfélag sem er með því besta sem finnst á byggðu bóli. Auðvitað væri ekki nóg að segja fólki að trúa án aðgerða. En vandi ríkissjóðs væri ekki tekjuvandi heldur útgjaldavandi. Skjaldborg ríkisstjórnarinnar um sig sjálfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sömu nótum í sinni fyrirspurn. Hún benti á að íslenskt samfélag væri alls ekki í góðum málum. Kaupmáttur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð, vaxtagjöld það mesta sem þekkist, sem næsta ríkisstjórn á að leysa. Aldrei fleiri opinberir starfsmenn. „Lausatök ríkisstjórnarinnar eru að reynast heimilunum dýrkeypt.“ Þorgerður sagði að íslensk heimili væru „að bugast undan þessari vaxta- og krónuþreytu.“ Bugun væri í gangi meðal bænda. Skjaldborgin um heimilin reynist skjaldborg ríkisstjórnarinnar um sig sjálfa. „Við höfum ítrekað varað við þessum lausatökum. Skattar hækkaðir á millistéttina, sem er með því mesta sem þekkist í Evrópu.“ Þórdís Kolbrún sagði þróun kaupmáttar meiri hér á landi í mörg ár en meðal annarra landa. En nú væri sá tími er liðinn að við getum hækkað laun. Launahækkanir munu ekki leysa það með krónutölu heldur að vaxtakostnaður lækki. Skattar eru of háir á Íslandi. Þórdís sagðist ekki hafa í hyggju að leggja til skattahækkanir á millistéttina. Augljóslega væri hægt að gera betur. „Ég hef tvö orð um það hvernig ég mun nálgast þetta verkefni í samstarfi við alla þá aðila sem koma að fjármálaráðuneytinu, og þeir eru margir: Einföldun og umbætur.“ Þórdís Kolbrún sagðist telja regluverkið of þungt. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Verðlag Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar reið á vaðið í óundirbúnum fyrirspurnartíma og beindi fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Kristrún hóf orð sín á að óska Þórdísi til hamingju en lét fylgja þeim orðum að gott geti verið þegar ráðherra hafi misst trúverðugleika að maður komi í manns stað. Þá sagði hún að staðan sem Þórdís væri að taka við væri sú valdamesta í íslensku efnahaglífi og hún væri í aðstöðu til að hafa áhrif á stöðuna í efnahagsmálum strax, ef hún kærði sig um. Að takast á við verðbólguna. Og ágætis byrjun gæti verið að draga orð forvera síns til baka, yfirlýsingar um að ríkisstjórnin hefði ekkert með verbólgu að gera? Er hún ef til vill sammála þeim orðum eða munum við sjá nýjar áherslur í baráttunni við verðbólgu og háa vexti? Við verðum að trúa því að verðbólgan hjaðni Þórdís Kolbrún sagðist vilja leggja áherslu á að vinna með þinginu öllu að því sem skipti almannahag máli. Hún áttaði sig á áskorunum en mikilvægt væri að allir væru einhuga um að vinna að þessu markmiði. Slíkt væri reyndar yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, sem ætlaði sér að ná tökum á verðbólgunni. „Við getum haft skoðun á því hvers vegna hún er eins og hún er en ég held að við getum verið sammála um að við verðum að vera saman í að taka á henni.“ Þórdís sagði komandi kjarasamninga muni hafa þar mikil áhrif en mikilvægt sé að við trúum á verkefnið. Og það séu réttmætar væntingar að verðbólgan muni lækka. Kristrún spurði áfram hvort þetta væri nýja línan, að við þyrftum bara að trúa því að verðbólgan fari niður? Ef ríkisstjórnin tali nógu mikið og hátt um að það muni gerast þá verði sú reyndin? Hún sagðist ekki viss um að fólk, almenningur, leigjendur og þeir sem sem er að kikna undan háum vöxtum, finni mikið skjól í því. „Mun koma eitthvað nýtt frá ráðuneytinu sem mun liðka til fyrir kjarasamningum eða telur hún duga að fólk trúi því að verðbólgan minnki?“ Þórdís sagði ekki sanngjarnt að tala niður íslenskt samfélag sem er með því besta sem finnst á byggðu bóli. Auðvitað væri ekki nóg að segja fólki að trúa án aðgerða. En vandi ríkissjóðs væri ekki tekjuvandi heldur útgjaldavandi. Skjaldborg ríkisstjórnarinnar um sig sjálfa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var á sömu nótum í sinni fyrirspurn. Hún benti á að íslenskt samfélag væri alls ekki í góðum málum. Kaupmáttur lækkað fjóra ársfjórðunga í röð, vaxtagjöld það mesta sem þekkist, sem næsta ríkisstjórn á að leysa. Aldrei fleiri opinberir starfsmenn. „Lausatök ríkisstjórnarinnar eru að reynast heimilunum dýrkeypt.“ Þorgerður sagði að íslensk heimili væru „að bugast undan þessari vaxta- og krónuþreytu.“ Bugun væri í gangi meðal bænda. Skjaldborgin um heimilin reynist skjaldborg ríkisstjórnarinnar um sig sjálfa. „Við höfum ítrekað varað við þessum lausatökum. Skattar hækkaðir á millistéttina, sem er með því mesta sem þekkist í Evrópu.“ Þórdís Kolbrún sagði þróun kaupmáttar meiri hér á landi í mörg ár en meðal annarra landa. En nú væri sá tími er liðinn að við getum hækkað laun. Launahækkanir munu ekki leysa það með krónutölu heldur að vaxtakostnaður lækki. Skattar eru of háir á Íslandi. Þórdís sagðist ekki hafa í hyggju að leggja til skattahækkanir á millistéttina. Augljóslega væri hægt að gera betur. „Ég hef tvö orð um það hvernig ég mun nálgast þetta verkefni í samstarfi við alla þá aðila sem koma að fjármálaráðuneytinu, og þeir eru margir: Einföldun og umbætur.“ Þórdís Kolbrún sagðist telja regluverkið of þungt.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Verðlag Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira