Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu, fædd árið 1999 og er 183 sentimetrar á hæð.
Þetta er öflugur leikmaður því Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðinu. Þær urðu álfumeistarar í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
Þetta er annar nígeríski leikmaður Tindastóls í vetur því með karlaliðinu spilar Stephen Domingo sem er framherji af amerískum og nígerískum ættum. Stephen Domingo hefur verið fyrirliði nígerska landsliðsins.
Í úrslitaleiknum á móti Senegal var Ifunanya Okoro með 16 stig og 4 stoðsendingar á 22 mínútum en hún hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og alls úr 60 prósent skota sinna.
Ify spilar sem bakvörður en er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur leyst stöður eitt til fjögur á vellinum.
Ify kemur til Íslands á laugardaginn og ætti því að vera með Stólaliðinu í næsta leik sem er laugardaginn 28. október. Það er jafnframt þeirra fyrsti heimaleikur í vetur en mótherjinn er ungmennaflokkur Stjörnunnar.