Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna Stefán Marteinn skrifar 20. október 2023 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum. „Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
„Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira