Rigning og slydda norðan- og austantil Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2023 07:30 Útlit er fyrir hægan vind og bjart veður um allt land á morgun. Vísir/Vilhelm Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í öðrum landshlutum verði hæg breytileg átt í dag og bjartviðri. Hiti í dag og á morgun verður á bilinu eitt til sjö stig yfir daginn þar sem mildast verður við suðvesturströndina. Kaldara verður í kvöld og nótt og verður hiti þá kringum frostmark. Ráðlegt er að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum sem geta myndast. Á morgun er síðan útlit fyrir hægan vind og bjart veður um allt land. „Þegar horft er á veðurkort fyrir dagana um og eftir miðja vikuna er ekki að sjá annað en að vikan haldi áfram að vera róleg í veðrinu. Áttin verður austlæg og stundum lítilsháttar úrkoma á austanverðu landinu, en yfirleitt þurrt annars staðar. Langt suður í hafi stefna lægðir til vesturs í áttina að meginlandi Evrópu, þar er útlit fyrir vætu- og vindasama viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Austan 8-13 m/s syðst á landinu um kvöldið og lítilsháttar væta. Hiti 1 til 6 stig. Á miðvikudag og fimmtudag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag, laugardag (fyrsti vetrardagur) og sunnudag: Austan- og norðaustanátt og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í öðrum landshlutum verði hæg breytileg átt í dag og bjartviðri. Hiti í dag og á morgun verður á bilinu eitt til sjö stig yfir daginn þar sem mildast verður við suðvesturströndina. Kaldara verður í kvöld og nótt og verður hiti þá kringum frostmark. Ráðlegt er að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum sem geta myndast. Á morgun er síðan útlit fyrir hægan vind og bjart veður um allt land. „Þegar horft er á veðurkort fyrir dagana um og eftir miðja vikuna er ekki að sjá annað en að vikan haldi áfram að vera róleg í veðrinu. Áttin verður austlæg og stundum lítilsháttar úrkoma á austanverðu landinu, en yfirleitt þurrt annars staðar. Langt suður í hafi stefna lægðir til vesturs í áttina að meginlandi Evrópu, þar er útlit fyrir vætu- og vindasama viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Austan 8-13 m/s syðst á landinu um kvöldið og lítilsháttar væta. Hiti 1 til 6 stig. Á miðvikudag og fimmtudag: Austan 3-8, en 8-13 við suðurströndina. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 8 stig, mildast suðvestanlands. Á föstudag, laugardag (fyrsti vetrardagur) og sunnudag: Austan- og norðaustanátt og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Veður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Sjá meira