Allir hata konur og allt sökkar Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 23. október 2023 12:30 Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum. Ég er stjórnarkona í einum slíkum félagasamtökum: Femínískum fjármálum. Ég vil vekja athygli á því hvers vegna konur og kvár þurfa að fara í verkfall. Við mótmælum kynbundnum launamun, kerfisbundnu vanmati á störfum kvenna og ofbeldi sem við sætum. Samfélagið okkar er svo gegnumsýrt af misrétti að sjötta hver stúlka í tíunda bekk hefur verið beitt ofbeldi, og meirihluti þeirra geta ekki sótt sér aðstoð vegna þessa. Atvinnutekjur kvenna eru 21% lægri en atvinnutekjur karla. Engin tölfræði er til um atvinnutekjur kvára. Sveitarfélög bregðast við mönnunarvanda umönnunarstarfa með því að skila ábyrgðinni til heimilanna, sem kemur verst niður á þeim sem búa við þröngan efnahag. Konur, einstæðir foreldrar, og innflytjendur eru í meirihluti þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman. Í nýlegri rannsókn um valdbeitingu á vinnustað greina 25% kvenna frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þessu mótmælum við á þriðjudaginn. Við leggjum niður störf til þess að mótmæla vanmati kvennastarfa. Við leggjum niður störf til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Á dögunum var ég spurð „hvers vegna er verið að mótmæla báðu? Hver er eiginlega tengingin milli ofbeldis og kynbundins launamunar?“ Þessi spurning sat í mér. Ég veit að þetta er tengt. Ég finn það í beinunum, að misréttið sem konur upplifa í vinnumarkaði, á heimilum, í skólum, og alls staðar annars staðar á sér sömu rætur. Hvernig eiga konur og kvár að geta verið frjáls til að gera það sem þau vilja í lífinu þegar þau burðast með afleiðingar kynferðislegs ofbeldis alla daga? En þegar ég reyndi að koma þessu niður á blað fann ég fyrir vanmætti og óöryggi. Ég fylltist efasemdum um það hvort ég vissi nóg. Tengingin sem mér kemur til hugar er einfaldlega: Allir hata konur og allt sökkar. Það er ekki málefnalegt. Ég verð að færa rök fyrir máli mínu á vel upplýstan og skynsamlegan hátt, þar sem ég vísa í fjölda heimilda, því annars mun enginn taka mark á því sem ég segi. Ég er jú bara kona. Bitur kona, ef út í það er farið. Ég er kona sem hefur orðið fyrir ofbeldi og áreitni. Ég er kona sem bað um launahækkun í febrúar og er enn að bíða eftir svari við þeirri fyrirspurn. Ég er kona sem efast um að ég viti nóg til þess að mega skrifa svona grein. Vegna þess að allir hata konur og allt sökkar. Ég er líka femínískur hagfræðingur með tvær meistaragráður, og ég gerði nýlega við uppþvottavélina mína sjálf. Ég ætti að vita nóg. En bara til öryggis, þá kynnti ég mér efnið í þaula. Því meira sem ég las mér til, því reiðari varð ég. Af hverju er enn svona mikill launamunur? Af hverju er enn svona mikið misrétti? Á Ísland ekki að vera best í þessu? Eða allavega skást? Þegar upp er staðið, held ég að svarið sé einfalt. Konur eru ekki taldar marktækar. Kvár enn síður. Ég finn fyrir óöryggi vegna þess að samfélagið sendir okkur stöðugt skilaboð um það að við eigum ekki erindi í umræður. Stúlkurnar sem verða fyrir kynferðisbrotum og áreitni eru ekki taldar marktækar. Þess vegna segja þær ekki frá, og geta því ekki leitað sér hjálpar. Þær sem benda á að kynbundinn launamunur sé til staðar eru gjarnan ekki taldar marktækar, því það er hægt að skýra launamuninn í burt með ýmiss konar æfingum og mótsögnum. Þar má t.d. nefna umfjöllun Samtaka Atvinnulífsins í kvöldfréttum Rúv sunnudaginn 22. október, þar sem launamunur kynjanna er skýrður með þeim hætti að konur velji sér rangar atvinnugreinar. Önnur algeng mótsögn er sú að ef konur geta ekki unnið jafn lengi og karlar, þá sé launamunurinn eðlilegur. Þrátt fyrir að ólaunuðu heimilisstörfin og umönnunarábyrgðin hvíli þyngra á þeim. Gott dæmi um þetta er þegar að Kópavogsbær tók nýlega upp breytingar á leikskólagjöldum, þar sem 6 klukkustundir á dag eru gjaldfrjálsar, og gjald fyrir klukkustundir umfram það er í kringum 25 þúsund krónur. Með þessu stefnir Kópavogsbær á að bregðast við manneklu í umönnunarstörfum með því að færa ábyrgðina frá sveitarfélaginu og yfir á heimilið. Þegar foreldrar standa frammi fyrir því að ákveða hvort þeirra eigi að fara fyrr úr vinnu, eða minnka við sig starfshlutfall, þá er það yfirleitt foreldrið með lægri tekjur sem verður fyrir valinu. Í gagnkynja samböndum er það oftar konan sem er í þeirri stöðu. Fólk sem vinnur sjálft umönnunarstörf á erfiðara með að hagræða sínum vinnutíma þannig að börnin séu sótt fyrr. Konur eru í meirihluta í umönnunarstörfum og láglaunastörfum. Ennþá flóknari er staðan fyrir einstæða foreldra, þar sem konur eru enn og aftur í meirihluta Þessar aðgerðir ýta konum út af vinnumarkaði, draga saman launatekjur kvenna, lífeyrisgreiðslur þeirra til framtíðar og eru atlaga að þeirra fjárhagslega sjálfstæði. Þegar Kópavogsbær reiknar út sparnaðinn sem verður við það að stytta leikskóladvöl barna, er álagið sem færist á herðar kvenna ekki tekið með í reikninginn. Vegna þess að framlag kvenna telst einfaldlega ekki með. Vinnuframlag kvenna, bæði launað og ólaunað, er vanmetið með kerfisbundnum hætti. Umönunnarábyrgð og vanmat á vinnuframlagi endurspeglast í lægri ævitekjum, lakari lífskjörum, og dregur úr fjárhagslegu sjálfstæði kvenna. Þessi staða gerir konum og kvárum erfiðara fyrir að yfirgefa aðstæður þar sem þau verða fyrir ofbeldi, hvort sem um er að ræða störf eða náin sambönd. Fyrir þau sem sleppa úr slíkri prísund tekur við langt og erfitt ferli þess að vinna úr andlegum og líkamlegum afleiðingum ofbeldis samhliða því að sjá fyrir sér og sínum. Kallarðu þetta jafnrétti? Höfundur er stjórnarkona í Femínískum fjármálum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun