Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 16:00 Njarðvíkingurinn Mario Matasovic treður boltanum í körfuna í leik Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Keflavík sló Njarðvík út úr bikarkeppninni í fyrra og var það sjötti bikarsigur Keflavíkur í röð á móti Njarðvík. Liðin mætast í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Það er því þegar ljóst að annað Reykjanesbæjarliðið spilar aðeins einn bikarleik á þessari leiktíð. Keflavík vann þrettán stiga sigur á Njarðvík í átta liða úrslitum í fyrra, 99-86. Dominykas Milka, núverandi leikmaður Njarðvíkur, var með 22 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta fyrir Keflavík í leiknum en hann hitti úr 64 prósent skota sinna í leiknum og var með 30 framlagsstig á innan við 29 spiluðum mínútum. Aðeins þrír af þeim níu Keflvíkingum sem spiluðu leikinn eru enn hjá liðinu eða þeir Igor Maric, Jaka Brodnik og Halldór Garðar Hermannsson. Hjá Njarðvíkingum eru aðeins tveir eftir af þeim átta sem spiluðu þennan leik fyrir tæpu ári síðan eða þeir Maciek Baginski og Mario Matasovic. Liðin hafa því breyst mikið frá því í fyrra. Keflvíkingar unnu einnig síðasta bikarleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða þegar þeir unnu fimm stiga sigur á Njarðvík, 73-68, í sextán liða úrslitum 8. desember 2019. Milka var líka með stórleik fyrir Keflavík í þeim en hann bauð þá upp á 25 stig, 11 fráköst og 64 prósent skotnýtingu. Það þarf að fara alla leið aftur til 9. janúar 2005 til að finna bikarleik Njarðvíkur og Keflavíkur þar sem Njarðvíkingar fögnuðu sigri. Njarðvík vann þá þriggja stiga sigur í Keflavík, 88-85, í átta liða úrslitum. Anthony Lackey skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Brenton Birmingham var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Anthony Glover var með 30 stig fyrir Keflavík og Nick Bradford skoraði 21 stig og tók 12 fráköst. Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Síðustu bikarleikir Njarðvíkur og Keflavíkur: 2022: Keflavík vann 99-96 í Keflavík 2019: Keflavík vann 73-68 í Njarðvík 2016: Keflavík vann 97-91 í Keflavík 2013: Keflavík vann 102-91 í Keflavík 2010: Keflavík vann 93-73 í Keflavík 2006: Keflavík vann 98-85 í Keflavík 2005: Njarðvík vann 88-85 í Keflavík
Subway-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira