Skoðun

Val er vald

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Þeim var nauðugur kostur einn – verður ritað í sögubækur um okkar tíma. Þetta voru tímarnir þegar við risum upp og æfðum okkur í Samstöðu – eiginleikanum sem við fæðumst ekki með og er ætlað að þroska á Vegferðinni. Í gegnum áskoranir sem við teljum okkur trú um að séu okkur ofviða eða illviðráðanlegar – en það er aðeins af því við erum sundurslitin og tætt.

Það merkilega við valið er að það er ávallt hægt að velja aftur – í sífellu. Það heitir í gæðafræðum sífelldar endurbætur. Það er mannlegt eðli að vilja gera betur, ná lengra, teygja sig, reyna á sig. Það er eðlilegur hluti lærdómshringrásar að eiga lærdómskorn – sem sumir kalla ranglega mistök – og þroskamerki að geta rýnt kornin, velt þeim fyrir sér og valið upp á nýtt.

Með viljann að vopni, einlægan ásetning til bætingar og fyllt Sköpunargleði er hollt að endurskapa sig sjálf og tilveru sína – með því að velja. Sameinuð getum við allt, sundruð föllum vér.

Eymd er valkostur, það er velsæld líka.

Val er vald.

Höfundur er fyrrum formaður FKA.




Skoðun

Sjá meira


×