Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 10:20 Tölvugerð mynd sýnir farþegaferju sigla um göngin. Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þetta þýðir þó ekki að göngin séu komin á beinu brautina. Sá varnagli er sleginn í fréttatilkynningu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins að tilboð berist innan þess kostnaðarramma sem norska Stórþingið markaði árið 2021, upp á ríflega fimm milljarða norskra króna, á verðlagi ársins 2024, andvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fáist ekkert tilboð frá hæfum bjóðanda innan þess ramma þarf að bera málið aftur undir Stórþingið en þar hafa margir þingmenn verulegar efasemdir um verkefnið. Svona sjá menn fyrir sér að göngin verði að innanverðu. Meðfram bakkanum verður 3,5 metra breið flóttaleið sem einnig gefur færi á viðhaldsvinnu.KYSTVERKET/SNØHETTA/PLOMP Skipagöngin verða 1,7 kílómetra löng, 50 metra há og 36 metra breið. Þau eiga að verða nægilega stór fyrir farþegaskip Hurtigruten og Kystruten og stefnt að opnun árið 2030. Megintilgangurinn er að auka öryggi sjófarenda með því að sneiða framhjá veðravíti og svæsinni röst á siglingaleiðinni utan við Stað sunnan Álasunds. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 130 milljónum norskra króna, um 1.600 milljónum íslenskra, til forvinnu og framkvæmdar útboðsins árið 2024. Meðal annars er fyrirhugað að verktakar sem valdir verða í forvali fái greitt upp í þann kostnað sem fylgir tilboðsgerð. Stuðningsmenn skipaganganna telja að þau verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Við hönnun þeirra er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ferðamenn til að fylgjast með skipum sigla inn og út úr göngunum.STAD SKIPSTUNNEL Siglingastofnunin norska hefur þegar auglýst samkeppnisútboð um ráðgjöf vegna skipaganganna, verkefni sem metið er 30 til 90 milljónir norskra króna, eða yfir 1,1 milljarð íslenskra. Sá sem hreppir þann samning yrði tæknilegur ráðgjafi í öllu ferlinu þar til göngin verða fullbyggð, allt frá útboði til lokafrágangs. Ráðgjafarfyrirtækið myndi aðstoða við verkfræðivinnu innan allra nauðsynlegra tæknigreina. „Við erum að upplifa mikinn áhuga á fyrstu skipagöngum heims. Þetta er stórkostlegt verkefni, bæði á norskan og alþjóðlegan mælikvarða, þannig að við gerum ráð fyrir að það séu nokkuð mörg ráðgjafafyrirtæki sem vilja leggja þessu lið,“ er haft eftir Terje Skjeppestad, verkefnisstjóra skipaganganna, í fréttatilkynningu Kystverket. Fyrir sjö árum sýndi Stöð 2 frétt þar sem skipstjórar prófuðu göngin í siglingahermi:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44 Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00 Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ríkisstjórn Noregs setur skipagöngin í biðstöðu Norska ríkisstjórnin hefur sett undirbúning fyrstu skipaganga heims í biðstöðu. Til stóð að hefja verkið á þessu ári en núna hefur ákvörðun um framhaldið verið vísað til fjárlagagerðar næsta árs. 28. maí 2023 10:44
Mikill áhugi verktaka á að bjóða í fyrstu skipagöngin Mikill áhugi er meðal alþjóðlegra verktaka að grafa fyrstu skipagöng heims í Noregi. Stefnt er að því að gerð ganganna verði boðin út á fyrri hluta nýs árs. 29. desember 2021 23:00
Skipagöngum þvingað í gegnum Stórþingið Framkvæmdir við fyrstu skipagöng heims hefjast við Stað í Noregi á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir að Framfaraflokkurinn og stjórnandstaðan knúðu málið í gegnum Stórþingið þegar norska ríkisstjórnin hugðist setja skipagöngin í salt. 22. desember 2020 23:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30