Tilfinningaríkt kvöld fram undan á Old Trafford bæði hjá Man. Utd og Orra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 13:01 Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn. Hann fær vonandi að spila á móti Manchester United í kvöld. Getty/Lars Ronbog Manchester United og Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn mætast í kvöld á fyrra Meistaradeildarkvöldi vikunnar og það verða mörg augu á þessum leik í Manchester. United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira