Elvar Már ældi og var með svima í leiknum sögulega Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2023 08:31 Elvar Már skráði sig í sögubækurnar í leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. @BASKETBALLCL Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson skráði nafn sitt í sögubækurnar í síðustu viku þegar hann var sá þriðji í sögunni til að ná í þrefalda tvennu í leik í Meistaradeildinni. Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“ Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“
Körfubolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira