Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2023 18:55 Þrír danskir ríkisborgarar svöruðu til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. Vísir/Vilhelm „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Ummælin vísa til Pouls Frederiks Olsen, sem er einn þriggja danskra ríkisborgara sem er ákærður fyrir að innflutning á tæplega 160 kílóum af hassi með skútu í júní á þessu ári. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Poul, sem er af grænlenskum uppruna, segist hafa verið að fara með skútuna til heimalands síns, en talið er að hassið hafi átt að fara til Grænlands. Mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir við Garðskagavita þann 23. júní síðastliðinn. Í felum undan mótorhjólagengi Poul kom fyrstur fyrir dóminn í morgun. Í framburði sínum ræddi Poul um mótorhjólagengi sem hann hafi átt í útistöðum við. Hann segir þær deilur hafa orðið til þess að hann hafi neyðst til að lifa í felum síðustu misseri. Deilurnar megi rekja til bílslyss sem hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum. Poul felldi tár þegar hann var spurður út í þetta fyrir dómi. „Það er erfitt að segja þetta. Ég var að keyra í hálku, eins og er núna, á um það bil fimmtíu kílómetra hraða, og þá er bíll sem er stopp á miðjum vegi. Ég rann á hann og á bak við bílinn var mótorhjól sem valt,“ sagði hann. Að sögn Pouls var hjólið, og mögulega bíllinn, í eigu mótorhjólaklúbbsins Satudarah, sem hafi viljað fá skaðabætur vegna tjónsins. Umræddur klúbbur hefur til að mynda verið bannaður í Hollandi vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi. „Síðan hafa þeir verið á hælunum á mér og ég verið í felum,“ sagði Poul í vitnaleiðslu fyrir dómi í dag. Jafnframt tók hann fram að meðlimir Satahdurah hefðu sett sig í samband við börnin hans, og virtist Poul ekki standa á sama vegna þess. Maður að nafni Lars hefur milligöngu Vegna þessa máls virðist sem Poul hafi farið í skútuferðina. Það hafi verið milliliður að nafni Lars sem hafi fengið hann til þess. Þessi Lars kom ítrekað við sögu í framburði Pouls. Poul sagðist til að mynda ekki vita hver ætti skútuna, en taldi það vera Lars. Hins vegar hefði hann sjálfur átt að eignast hana að ferðinni lokinni. Þá sagðist Poul vanur því að sigla einsamall, en Lars ekki viljað að hann væri einn á báti. Einnig taldi hann Lars hafa tekið ákvörðun um að hinn skipverjinn, Henry Feischer, yrði með honum. Eitthvað illt um borð í skipinu Poul heldur því fram að hann hafi ekki vitað um 157 kílóin af hassi sem voru um borð í skútunni. Leynihólf hafi verið útbúið í bátinn á nokkrum dögum þegar Poul var ekki um borð í henni. Efnin fundust í leynihólfinu. Samkvæmt framburði Paols vakti hólfið athygli hans. Hann hafi reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Í sjóferðinni viðurkenndi Paol að hann hafi verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Jónas Örn Jónasson, lögmaður Pouls, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fyrir dómi sagðist Poul þó ekki hafa órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Hann hafi frekar talið að þarna væri sælgæti, tóbak eða áfengi Í skýrslutökum hjá lögreglu er haft eftir Poul að hann hafi talið einhverja „drullu“ um borð í skipinu, og spurður nánar út í það minntist hann á mögulegt hass, kókaín eða heróín. Fyrir dómi sagði Poul þetta ekki alveg rétt þar sem að lögreglan hafi minnst að fyrra bragði á umrædd efni og hann ekki skilið spurninguna. Rétt er að geta þess að áðurnefndur rannsóknarlögreglumaður, sem var yfir rannsókninni, var ósammála þessari skýringu Pouls um að lögregla hafi minnst á umrædd efni. Lét ekki vita af „burner-síma“ Líkt og áður segir sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að „fingraför“ Pouls væru víða í málinu. Hann sagði Poul ekki beinlínis ósamstarfsfúsan í samskiptum við lögreglu, en sagði þó að hann hefði hylmt yfir ýmis atriði málsins. Þar mætti nefna svokallaðan „burner-síma“, sem var útskýrður sem leynisími fyrir dómara. Í gegnum hann hafi Poul átt í samskiptum við aðra skipuleggjendur smyglsins undir dulnefni. Hins vegar sagði Poul að umræddur sími hafi verið í bátnum þegar hann fór fyrst um borð. Gögn lögreglu sýndu fram á að hann hafi tekið hann með sér í land bæði í Danmörku og Þýskalandi. Poul sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hafi sífellt reynt að opna símann, til að komast að því hver ætti hann, en hann ekki vitað leyniorðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn virtist hins vegar fullviss um að síminn væri Pouls. Segist glíma við krabbamein Fyrir utan hassið lagði lögregla einnig hald á lítið magn af maríúana og rafrettu og kannabisvökva í hana. Poul viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á rafrettunni, en sagðist nota kannabisefnin vegna krabbameins sem hrjáði hann. Hins vegar kannaðist hann ekki við maríúna-efnin. Poul sagðist hafa neytt fíkniefna í fjörutíu ár. Hann hafi notað hass og maríúna en haldið sig frá sterkari efnum. Líkt og áður segir vill Poul meina að hann glími við krabbamein. Jafnframt segist hann hafa þurft að fara í uppskurð á heila, og þá eigi hann við vandamál í tönnum að stríða. Þetta hafi hamlað hann til vinnu á síðustu árum, en hann segist vera í reglulegu sambandi við lækni vegna heilsu sinnar. Nánar verður greint frá framburði annarra sakborninga á morgun. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Ummælin vísa til Pouls Frederiks Olsen, sem er einn þriggja danskra ríkisborgara sem er ákærður fyrir að innflutning á tæplega 160 kílóum af hassi með skútu í júní á þessu ári. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Poul, sem er af grænlenskum uppruna, segist hafa verið að fara með skútuna til heimalands síns, en talið er að hassið hafi átt að fara til Grænlands. Mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir við Garðskagavita þann 23. júní síðastliðinn. Í felum undan mótorhjólagengi Poul kom fyrstur fyrir dóminn í morgun. Í framburði sínum ræddi Poul um mótorhjólagengi sem hann hafi átt í útistöðum við. Hann segir þær deilur hafa orðið til þess að hann hafi neyðst til að lifa í felum síðustu misseri. Deilurnar megi rekja til bílslyss sem hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum. Poul felldi tár þegar hann var spurður út í þetta fyrir dómi. „Það er erfitt að segja þetta. Ég var að keyra í hálku, eins og er núna, á um það bil fimmtíu kílómetra hraða, og þá er bíll sem er stopp á miðjum vegi. Ég rann á hann og á bak við bílinn var mótorhjól sem valt,“ sagði hann. Að sögn Pouls var hjólið, og mögulega bíllinn, í eigu mótorhjólaklúbbsins Satudarah, sem hafi viljað fá skaðabætur vegna tjónsins. Umræddur klúbbur hefur til að mynda verið bannaður í Hollandi vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi. „Síðan hafa þeir verið á hælunum á mér og ég verið í felum,“ sagði Poul í vitnaleiðslu fyrir dómi í dag. Jafnframt tók hann fram að meðlimir Satahdurah hefðu sett sig í samband við börnin hans, og virtist Poul ekki standa á sama vegna þess. Maður að nafni Lars hefur milligöngu Vegna þessa máls virðist sem Poul hafi farið í skútuferðina. Það hafi verið milliliður að nafni Lars sem hafi fengið hann til þess. Þessi Lars kom ítrekað við sögu í framburði Pouls. Poul sagðist til að mynda ekki vita hver ætti skútuna, en taldi það vera Lars. Hins vegar hefði hann sjálfur átt að eignast hana að ferðinni lokinni. Þá sagðist Poul vanur því að sigla einsamall, en Lars ekki viljað að hann væri einn á báti. Einnig taldi hann Lars hafa tekið ákvörðun um að hinn skipverjinn, Henry Feischer, yrði með honum. Eitthvað illt um borð í skipinu Poul heldur því fram að hann hafi ekki vitað um 157 kílóin af hassi sem voru um borð í skútunni. Leynihólf hafi verið útbúið í bátinn á nokkrum dögum þegar Poul var ekki um borð í henni. Efnin fundust í leynihólfinu. Samkvæmt framburði Paols vakti hólfið athygli hans. Hann hafi reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Í sjóferðinni viðurkenndi Paol að hann hafi verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Jónas Örn Jónasson, lögmaður Pouls, í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fyrir dómi sagðist Poul þó ekki hafa órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Hann hafi frekar talið að þarna væri sælgæti, tóbak eða áfengi Í skýrslutökum hjá lögreglu er haft eftir Poul að hann hafi talið einhverja „drullu“ um borð í skipinu, og spurður nánar út í það minntist hann á mögulegt hass, kókaín eða heróín. Fyrir dómi sagði Poul þetta ekki alveg rétt þar sem að lögreglan hafi minnst að fyrra bragði á umrædd efni og hann ekki skilið spurninguna. Rétt er að geta þess að áðurnefndur rannsóknarlögreglumaður, sem var yfir rannsókninni, var ósammála þessari skýringu Pouls um að lögregla hafi minnst á umrædd efni. Lét ekki vita af „burner-síma“ Líkt og áður segir sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að „fingraför“ Pouls væru víða í málinu. Hann sagði Poul ekki beinlínis ósamstarfsfúsan í samskiptum við lögreglu, en sagði þó að hann hefði hylmt yfir ýmis atriði málsins. Þar mætti nefna svokallaðan „burner-síma“, sem var útskýrður sem leynisími fyrir dómara. Í gegnum hann hafi Poul átt í samskiptum við aðra skipuleggjendur smyglsins undir dulnefni. Hins vegar sagði Poul að umræddur sími hafi verið í bátnum þegar hann fór fyrst um borð. Gögn lögreglu sýndu fram á að hann hafi tekið hann með sér í land bæði í Danmörku og Þýskalandi. Poul sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hafi sífellt reynt að opna símann, til að komast að því hver ætti hann, en hann ekki vitað leyniorðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn virtist hins vegar fullviss um að síminn væri Pouls. Segist glíma við krabbamein Fyrir utan hassið lagði lögregla einnig hald á lítið magn af maríúana og rafrettu og kannabisvökva í hana. Poul viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á rafrettunni, en sagðist nota kannabisefnin vegna krabbameins sem hrjáði hann. Hins vegar kannaðist hann ekki við maríúna-efnin. Poul sagðist hafa neytt fíkniefna í fjörutíu ár. Hann hafi notað hass og maríúna en haldið sig frá sterkari efnum. Líkt og áður segir vill Poul meina að hann glími við krabbamein. Jafnframt segist hann hafa þurft að fara í uppskurð á heila, og þá eigi hann við vandamál í tönnum að stríða. Þetta hafi hamlað hann til vinnu á síðustu árum, en hann segist vera í reglulegu sambandi við lækni vegna heilsu sinnar. Nánar verður greint frá framburði annarra sakborninga á morgun.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira