Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2023 22:22 Svifflugur Þjóðverja á Sandskeiði sumarið 1938. Svifflugfélag Íslands Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum. Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru koma þýska svifflugleiðangursins og flugsýningin á Sandskeiði árið 1938 rifjuð upp með gömlum myndskeiðum úr kvikmynd Ólafs Árnasonar. Atburðirnir hafa komist í umræðu núna vegna útkomu bókar þar sem leiddar eru líkur að því að þýskur flugkennari, sem kenndi hjá Svifflugfélagi Íslands og kom til landsins árið 1937, hafi verið myrtur af útsendara nasista. Svifflugmennirnir Rafn Thorarensen og Baldur Jónsson við minnisvarðann um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði.Arnar Halldórsson Við minnisvarða um Agnar Kofoed-Hansen á Sandskeiði hittum við tvo roskna félagsmenn Svifflugfélagsins, þá Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen, en Agnar var fyrsti formaður félagsins og helsti hvatamaður að stofnun þess árið 1936. „Hann lærði að fljúga í Danmörku. Síðan fór hann til Þýskalands og var atvinnuflugmaður þar,“ segir Baldur. Agnar var einmitt kynnir á flugsýningunni sem flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar og helsti brautryðjandi í flugmálum Íslendinga. Agnar Kofoed-Hansen, með hljóðnemann fyrir miðri mynd, var kynnir á flugsýningunni 1938. Hann var þá flugmálaráðunautur.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar En komu Þjóðverjarnir hingað í raun til að kanna lendingarstaði með innrás í huga? „Það er ekki ótrúlegt,“ svarar Rafn. „Það eru líkur á því allavega, myndi maður segja. Þeir eru náttúrlega að fara svona langa leið með mikinn búnað og dýran. Það eru einhverjar líkur á því að það hafi verið eitthvað meira í bígerð, eða í pípunum,“ segir Baldur. Vélknúin flugvél svifflugleiðangursins á Sandskeiði sumarið 1938 með hakakrossinn á stélinu.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Þeir rifja upp að Þjóðverjarnir áttu þátt í að Sandskeið var gert að flugvelli. „Þetta hefur verið góður staður fyrir herflugvélar,“ segir Rafn. Flug þýskrar Heinkel 111-sprengjuflugvélar yfir Reykjavík í nóvember 1940, hálfu ári eftir að breski herinn kom, varð blaðamál. Fram kom að hún hefði flogið lágt yfir Sandskeið og sagði Alþýðublaðið miklar líkur til þess að flugmaðurinn hefði verið einn af hinum þýsku „flugkunningjum“ Íslendinga. Heimildir eru fyrir því úr röðum svifflugmanna að pakka hafi verið kastað úr flugvélinni yfir Sandskeiði með kveðju til íslenskra vina í sviffluginu. Hópur þýskra flugmanna á Sandskeiði á Flugdeginum 1938. Líkur eru taldar á að einn þeirra hafi verið flugmaður Heinkel-flugvélarinnar sem flaug lágt yfir Sandskeið í nóvember 1940.Skjáskot/Úr kvikmynd Ólafs Árnasonar Breski herinn gerði Sandskeið að sprengjuæfingasvæði. „Við sáum alla sprengigígana hérna. Þeir voru margir hérna,“ segir Rafn. „Já, já, þeir voru út um allt hérna á þessu svæði,“ segir Baldur. Gígarnir ónýttu Sandskeið sem flugvöll en þeir félagar segja að þar megi jafnvel enn sjá merki um þá. „Það var náttúrlega mokað ofan í þá til þess að flugbrautirnar væru nothæfar,“ segir Rafn. Þeir Baldur Jónsson og Rafn Thorarensen hófu að læra svifflug á Sandskeiði um miðjan sjötta áratuginn, áratug eftir að seinni heimsstyrjöld lauk.Arnar Halldórsson En voru þessi upphafstengsl við Þjóðverja viðkvæmt umræðuefni meðal svifflugmanna? „Nei, þetta var ekkert í umræðunni. Við vorum bara hérna með flugdellu mikla sem hefur enst öll þessi ár,“ svarar Rafn. „Að læra að fljúga bara. Okkur kom ekkert við hvort það væri frá Þýskalandi eða tunglinu eða hvaðan sem er. Þetta var bara svo brennandi áhugi að sviffljúga, sko,“ svarar Baldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48 Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57 Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Telur nasista hafa myrt þýskan flugkennara á Íslandi árið 1938 Þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar var myrtur í Reykjavík af útsendara nasista. Þetta er ályktun höfundar nýútkominnar bókar um njósnara nasista og SS-menn á Íslandi á valdatíma Adolfs Hitlers. 22. október 2023 19:48
Skila skjölum Gerlach rúmlega átta áratugum síðar Þjóðskjalasafn Íslands mun skila skjölum til Þýskalands í sérstakri athöfn í næstu viku en umrædd skjöl voru í eigu þýska ræðismannsins á Íslandi og gerð upptæk af hernámsliði Breta árið 1940. 30. september 2022 09:57
Glæsilegur njósnabíll Sögufrægur bíll sem tengist njósnastarfsemi Þjóðverja á Íslandi í seinni heimsstyrjöld er nú til sýnis hér á landi. Talið er að bíllinn hafi verið notaður til að senda skilaboð til þýskra kafbáta á Atlantshafi. 31. ágúst 2013 19:05