Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 08:40 Rafís segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna undirverktaka á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent