Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:28 Upptök skjálftanna stóru voru norður af Þorbirni í Grindavík. Vísir/Egill Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Sjá meira
Klukkan hálf sex í morgun mældist skjálfti 3,9 að stærð rétt norður af Þorbirni og tæpum þremur klukkustundum síðar reið skjálfti 4,5 að stærð yfir á svipuðum stað. Stóri skjálftinn fannst vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu og alla leið á Akranes. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í alla nótt og meira en þúsund skjálftar mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall. Það var síðast í ágúst í fyrra sem skjálftar yfir fjórum að stærð mældust á þessum slóðum. Ríkislögreglustjóri hefur þá í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi. Er þetta merki um að kvika sé að hreyfast þarna undir yfirborðinu? „Við erum að skoða gögn í dag og það gæti tekið smá tíma að fá rétta mynd á þetta. Við erum að fylgjast mjög vel með en ekkert hægt að segja að svo stöddu,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enginn gosórói mælist þó á svæðinu. „Það gerðist fyrir gosið 2022 að það voru skjálftar á þessu svæði þegar það gaus síðan í Fagradalsfjalli. Það er einn valmöguleikinn en svo gæti verið að þessari hrinu ljúki á næstu dögum og ekkert verði.“ Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir óþægilegt að vakna við skjálfta í morgun en bæjarbúar séu öllu vanir.Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík segir þetta kunnuglegt stef í bænum og margir velti nú fyrir sér hvort þetta sé undanfari eldgoss. „Fyrir okkur heimamenn hér þýðir lítið að velta sér endalaust upp úr því hvað kann að gerast. Svæðin hérna í kring um okkur eru vel vöktuð og þessir færu vísindamenn á Veðurstofunni og víðar þeir sjá um að fylgjast með því hvað er að gerast og reyna að ráða í framhaldið,“ segir Fannar. Þó að þúsund skjálftar hafi mælst finni íbúar ekki fyrir öllum. „Þessir stóru eru auðvitað það sem við finnum mest fyrir og eru óþægilegastir og þeim fylgja gjarnan minni skjálftar eins og núna, kannski á hálftíma eða klukkutíma fresti.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26 Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13
Skjálfti 4,5 að stærð við Grindavík Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 25. október 2023 08:26
Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála. 25. október 2023 06:59